Til baka

Haustfrí á Akureyri (október)

Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu á Akureyri og nágrenni má finna hér og helstu viðburðir eru skráðir á viðburðadagatalið hér.
Hér fyrir neðan eru almennar upplýsingar og alls kyns hugmyndir fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu og einnig yfirlit yfir afgreiðslu og opnunartíma sem (skoða má hér) í bænum með fyrirvara um breytingar. 

Hugmyndir fyrir fjölskylduna í haustfríinu:

* Kjarnaskógur. Flottir leikvellir sem sniðnir eru að mismunandi getu og aldri notenda. Alls eru leiksvæðin þrjú auk blakvalla og ærslabelgs og völundarhúss. Á svæðinu er einnig sérsniðið leiksvæði fyrir yngsta hópinn og líka hjólastólaróla.  Í skóginum má fjölda skemmtilegra gönguleiða, rjóðra og skúlptúra m.a. ratleikurinn "Úti er ævintýri" sem byggir á sögupersónum úr barnabókum sjá nánar um leikinn hér. Stutt er á Hamra þar sem einnig má skemmtilegt leiksvæði. Hér má finna nánari upplýsingar og kort af svæðinu.
* Skoðaðu söfn og sýningar. Hér Hér má sjá upplýsingar um yfirstandandi sýningar og opnunartíma safnanna: Minjasafnið, Nonnahús og Leikfangasafnið, Iðnaðarsafnið, Listasafnið á Akureyri, Flugsafn Íslands, Mótorhjólasafnið. Yfirleitt er frítt í flestum söfnum fyrir börn 18 ára og yngri.
* Amtsbókasafnið hvetur krakka til þess að koma á safnið að lesa, spila, lita eða gera þrautablöð. Mikið úrval af bókum og spilum. Nánari upplýsingar hér
* Skelltu þér í sund.  Hér má sjá opnunartíma sundlauganna á Akureyri, Hrísey og Grímsey og hér á Hrafnagili, Þelamörk, Skógarböðin, Bjórböðin, Sjóböðin og Jarðböðin.
* Krossanesborgir. Skemmtilegt göngu og hjólasvæði, tjarnir og fuglaskoðunarhús. Meðfram leiðinni eru fræðsluskilti um fugla, plöntur o.fl.
* Folf (frisbígolf). Það er tilvalið að skella sér í folf í fríinu en bæði er hægt að fara hring á Hamarkotstúninu, Eiðsvelli, Háskólasvæðinu og á Hömrum (við tjaldsvæðið), einnig eru folfvellir í Hrísey og Grímsey. Nánari upplýsingar má finna hér.
* Skautar - alltaf gaman að fara á skauta - hægt er að bóka tíma með og án skautaleigu á heimasíðu Skautahallarinnar á slóðinni www.skautar.is.  
* Gönguleiðir. Það eru fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir á Akureyri og nágrenni. Hér má sjá fjölbreyttar hugmyndir af gönguferðum.
* Braggaparkið. Innanhúsaðstaða fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól við Laufásgötu. Tilvalinn vettvangur fyrir fjölskylduna að láta reyna á gamla eða nýja færni. Hægt er að fá bæði hjólabretti og hlaupahjól að láni til að prófa.  Nánari upplýsingar varðandi verð og afgreiðslutíma ofl. sjá hér.
* Innanhússgolf. Í einni bestu aðstöðu innanhúss á landinu í kjallaranum í Íþróttahöllinni. Opnunartími er 09.00-21.00 virka daga (á föstudögum er opið til kl.19.00) og 10.00-17.00 um helgar. Verð er 1000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Sjá hér.
* Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna má finna hér og kynnið ykkur viðburðadagatalið hér
* Auk þess er hægt að skella sér í Leikhús, kvikmyndahús Sambíó, heimsækja Jólagarðinn, fara til Hríseyjar (ferja á uþb. 2 klst fresti), fara á skauta, hestbak eða hvalaskoðun til að nefna nokkra möguleika. Daladýrð í Fnjóskadal er síðan með opið 11 til 18.
* Hjólaleiðir. Ef færð og veður er ennþá gott er tilvalið að grípa með hjólið og fara í skemmtilega hjólaferð sem hentar getur og þoli. Munið bara að klæða ykkur vel því á þessum árstíma er farið að kólna vel. 
* Í Hofi eru listsýningar, viðburðir, kaffihús og hönnunarverslunin Kista. Hof er opið milli kl. 8-18 virka daga og 12-16 á laugardögum. Hér er yfirlit yfir viðburði.
* Verslun. Helstu verslunarkjarnarnir (sjá hér) eru Miðbærinn á Akureyri, Glerártorg, Kaupangur, Sunnuhlíð og svo má finna fjölda annarra verslana hér og þar um bæinn. Ertu að leita að útivistarverslunum má finna þær flestar hér.
* Áhugaverðir staðir: á Akureyri mælum við með að rölta um Innbæinn og skoða fallegu gömlu húsin og heimsækja söfnin. Alltaf er gaman að líta við í Lystigarðinum. Akureyrarkirkja er tákn bæjarins og tilvalið er að komast að því hversu margar tröppurnar fyrir neðan kirkjuna eru (þegar framkvæmdum líkur). Gönguleiðin á Strandstígnum meðfram strandlengjunni er vinsæl allt árið og tilvalið að líta við í Hofi, taka mynd við selfie-umferðastaurnum með hjartanu sem er þar rétt fyrir sunnan og ganga yfir Samkomubrúnna og fá sé þar hressingu þegar þessi leið er gengin. Í Listagilinu eru sýningar, verslanir og veitingastaðir og tilvalið að taka mynd af sér við hjartað sem er við upphaf verslunargötunnar í miðbænum, hægt er að snúa hjartanu þannig að bakgrunnurinn verði sá sem þú kýst.
* Viltu fara út úr bænum getum við mælt með að fara til Hríseyjar (20 mín akstur og ferja á 2 klst fresti, siglt í 15 mín), hring um Eyjafjarðarsveit með viðkomu m.a. í Jólagarðinum, hægt er að fara mislanga hringi og er sá stysti um 20 km. Síðan er hægt að heimsækja eftirtalda staði sem eru allir í nágrenni Akureyrar: Goðafoss 35 km (göng)/51 (Víkurskarð), Mývatn 83 km (göng)/99 km (Víkurskarð), Húsavík 75 km (göng)/91 km (Víkurskarð), Dalvík 44 km, Ólafsfjörður 61 km, Siglufjörður 77 km
* Alls kyns aðrar hugmyndir fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu:
Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna má finna hér og kynnið ykkur viðburðadagatalið hér
*
Innbærinn í nýju ljósi. Tilvalið er að ganga um Innbæinn, undirbúa sig heima með því að skoða bæklinginn „Frá torgi til fjöru“ til að kynnast sögu bæjarins. Þegar komið er inní Innbæ eru söguskilti sem gaman er að lesa á og skoða myndirnar til að setja söguna í enn betra samhengi.
* Þekkir þú Útlagana, Sólúrið, Tilveru og þrumguðinn Þór? Ef ekki þá er tilvalið að nálgast bæklinginn hér „Útilistaverk á Akureyri“ . Velja nokkur verk sem áhugavert væri að skoða og kynnast betur og einfaldlega ganga, hjóla eða keyra af stað. Listaverkin má einnig finna á google maps.