Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu á Akureyri og nágrenni má finna hér og helstu viðburðir eru skráðir á viðburðadagatalið hér.
Hér fyrir neðan eru almennar upplýsingar og alls kyns hugmyndir fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu og einnig yfirlit yfir afgreiðslu og opnunartíma sem (skoða má hér) í bænum með fyrirvara um breytingar vegna COVID-19
Hugmyndir fyrir fjölskylduna í haustfríinu:
Ratleikurinn Úti er ævintýri í Kjarnaskógi. Víðsvegar um Kjarnaskóg eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar. Allar eiga þær sameiginlegt að vera sögupersónur úr barnabókum. Skemmtileg gönguleið og útivist þar sem hægt er að hvetja börn til lesturs og finna uppáhaldsbókina. Sjá nánar um leikinn hér
Hægt er að nálgast bæklinginn í afgreiðslu Amtsbókasafnsins, Listasafnsins á Akureyri eða Sundlaug Akureyrar.