Til baka

Haustfrí á Akureyri (október)

 Hugmyndir fyrir fjölskylduna í haustfríinu:

 Virðum gildandi takmarkanir og munum 1 metra fjarlægð!

     • Kjarnaskógur. Frábær leikvöllur og skemmtilegar gönguleiðir um skóginn. Einnig er gaman að prófa klifurkastalann en auk þess er nýlega búið að setja upp hjólastólarólu á leiksvæðinu. Hér ma finna nánari upplýsingar og kort af svæðinu.

     • Ratleikurinn Úti er ævintýri í Kjarnaskógi. Víðsvegar um Kjarnaskóg eru sögupersónur úr barnabókum og ef þú fylgir vísbendingunum þá finnur þú þær allar. Allar eiga þær sameiginlegt að vera sögupersónur úr barnabókum. Skemmtileg gönguleið og útivist þar sem hægt er að hvetja börn til lesturs og finna uppáhaldsbókina. Sjá nánar um leikinn hér 

     • Skoðaðu söfn og sýningar. Hér má sjá upplýsingar um yfirstandandi sýningar
      Amtsbókasafnið er með fjölbreytta dagskrá í boði m.a. ratleik, sögustundir og bingó auk þess sem í boði eru úrval bóka, spila og margt, margt fleira. Sjá nánar dagskránna hér
     • Skelltu þér í sund.  Hér má sjá opnunartíma sundlauganna.

     • Krossanesborgir. Þar eru 10 fræðsluskilti sem gaman væri að lesa á.

     • Folf (frisbígolf). Það er tilvalið að skella sér í folf í fríinu en bæði er hægt að fara hring á Hamarkotstúninu, Eiðsvelli, við Glerárskóla og á Hömrum (við tjaldsvæðið). Nánari upplýsingar má finna hér.

     • Gönguleiðir. Það eru fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir á Akureyri og nágrenni. Hér má sjá fjölbreyttar hugmyndir af gönguferðum.

     • Braggaparkið. Innanhúsaðstaða fyrir hjólabretti, línuskauta, hlaupahjól og BMX-hjól við Laufásgötu. Tilvalinn vettvangur fyrir fjölskylduna að láta reyna á gamla eða nýja færni. Hægt er að fá bæði hjólabretti og hlaupahjól að láni til að prófa.  Nánari upplýsingar varðandi verð og afgreiðslutíma ofl. sjá hér.

     • Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna má finna hér og kynnið ykkur viðburðadagatalið hér
       
     • Auk þess er hægt að skella sér í Leikhús, kvikmyndahús (Sambíó og Borgarbíó), heimsækja Jólagarðinn, fara til Hríseyjar (ferja á uþb. 2 klst fresti), fara á skauta, hestbak eða hvalaskoðun til að nefna nokkra möguleika. Daladýrð í Fnjóskadal er síðan með opið 11 til 18.

     • Lesið á ljósastaura. Hægt að fylgja járnbókunum sem festar eru á ljósastaura frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi í Innbænum eða öfugt. Hér getur öll fjölskyldan sameinast í lestri (kannski með vasaljósi) og endað á bókasafninu með góðar hugmyndir að skemmtilegu lestrarefni.

     • Innbærinn í nýju ljósi. Tilvalið er að ganga um Innnbæinn með bæklinginn „Frá torgi til fjöru“ í hönd til að kynnast sögu bæjarins. Þegar komið er inní Innbæ eru söguskilti sem gaman er að lesa á og skoða myndirnar til að setja söguna í enn betra samhengi.
      Það má líka undirbúa sig heima með því að lesa þetta: Frá torgi til fjöru

     • Fræðist um sögu Akureyrar. Víðsvegar um eldri hluta bæjarins eru skilti sem segja sögu hvers staðar fyrir sig. Skiltin gera grein fyrir sögu húsa og staðhátta í máli og myndum, alla leið frá Strandgötu inn í Innbæinn. Sjá nánar um skiltin hér

     • Þekkir þú Útlagana, Sólúrið, Tilveru og þrumguðinn Þór? Ef ekki þá er tilvalið að nálgast bæklinginn „Útilistaverk á Akureyri“ á upplýsingamiðstöðinni í Hofi velja nokkur verk sem áhugavert væri að skoða og kynnast betur og einfaldlega ganga, hjóla eða keyra af stað.
      Það má líka undirbúa sig heima með því að lesa þetta: Útilistaverk á Akureyri
      Hægt er að nálgast bæklinginn í afgreiðslu Amtsbókasafnsins eða Sundlaug Akureyrar.

     • Hjólaleiðir. Ef færð og veður er ennþá gott er tilvalið að grípa með hjólið og fara í skemmtilega hjólaferð sem hentar getur og þoli. Munið bara að klæða ykkur vel því á þessum árstíma er farið að kólna vel.