Til baka

Ungskáld

Dagskrá 2025

* Birt með fyrirvara um breytingar

 
Ritlistakvöld með Rán Flygenring

Miðvikudaginn 1. október. Kl. 20–22 á LYST í Lystigarðinum

Rán Flygenring er sjálfstætt starfandi mynd- og rithöfundur, listamaður og hönnuður. Bækur Ránar hafa komið út í nokkrum löndum og hlotið verðlaun fyrir óhefðbundinn og líflegan myndskreytingarstíl. Hún hefur m.a. hlotið Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, íslensku bókmenntaverðlaunin, þýsku og þýsk-frönsku ungmennabókmenntaverðlaunin, auk Jahres-Luchs verðlaunanna. Þá hefur hún verið tilnefnd til Serafina-myndskreytingarverðlauna, þýsku barna- og unglingabókmenntaakademíunnar og ALMA verðlaunanna (Astrid Lindgren minningarverðlaunin).

Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, kynnast skrifum annarra og jafnvel lesa upp sín eigin verk.

Skráning HÉR

Veitingar í boði fyrir skráða gesti.

 

Ritlistakeppni Ungskálda haustið 2025

Keppnin opnar 1. október og síðasti skilafrestur á verkum er miðnætti þann 30. október.  

Samhliða seinna ritlistakvöldi Ungskálda er efnt til ritlistakeppni fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurfa þó að vera á íslensku og vera frumsamið hugverk. Til þess að taka þátt í keppnina þá er ritverki skilað inn í gegnum rafrænt eyðublað sem verður aðgengilegt á þessari síðu. Tilvalið er fyrir áhugasama að taka þátt í ritlistakvöldum Ungskálda en þó þurfa þeir sem senda inn verk í keppnina ekki að taka þátt í ritlistasmiðjunum eða öfugt.

 

Kaffihúsakvöld Ungskálda

Þriðjudaginn 4. nóvember. Kl. 20.00–21.30 á LYST í Lystigarðinum

Skemmtileg upphitun fyrir úrslit í ritlistakeppninni. Ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, kynnast skrifum annarra og jafnvel lesa upp sín eigin verk.

Skráning HÉR

Veitingar í boði fyrir skráða gesti.

 

Úrslit ritlistakeppni Ungskálda á Amtsbókasafninu

Laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00

Hver verður ungskáld Akureyrar 2024?
Dómnefnd kunngerir úrslit í ritlistasamkeppni Ungskálda 2025 við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu á Akureyri. Nánari upplýsingar um viðburðinn munu birtast þegar nær dregur. 

 

Um verkefnið Ungskáld

Ungskáld er verkefni á Akureyri sem miðar að því að efla ritlist og skapandi hugsun hjá ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.

Verkefnið hófst árið 2013 og er það eina sinnar tegundar á landinu. Haldin er ritlistakeppni þar sem veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Engar hömlur eru settar á texta, hvorki varðandi efnistök né lengd. Þeir þurfa þó að vera á íslensku og vera frumsamið hugverk. Til þess að örva áhugasama og styðja á ritlistabrautinni er boðið upp á námskeið í skapandi skrifum og skapandi hugsun. Leiðbeinendur koma úr ólíkum áttum. Á síðustu árum hefur til að mynda verið leitað til Gunnars Helgasonar, Snæbjörns Ragnarssonar, Kamillu Einarsdóttur, Dóra DNA og Yrsu Sigurðardóttur. Ritlistakvöld Ungskálda hafa einnig slegið í gegn en þar er gestum boðið upp á veitingar, upplestur og tónlistaratriði. Tilvalinn vettvangur til að mynda tengsl í gegnum ritlistina.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.


Ungskáld Akureyrar 2024 er Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir.

Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir, 18 ára, fyrir verkið Stök HÉR

Fréttatilkynning HÉR


Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Nánari upplýsingar

ungskald@akureyri.is

Sími: 460-1277