Til baka

A! Gjörningahátíð (oktober)

A! Gjörningahátíð
Listasafnið, Ketilhús og víðar
1. - 4. október 2020

A! er fjögurra daga gjörningahátíð sem nú er haldin í fimmta sinn. Að hátíðinni standa: Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.

Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur A! Gjörningahátíðar eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum og leikhúsfólki. Hátt í 2.000 ánægðir gestir hafa sótt hátíðina hverju sinni og notið líflegra gjörninga. Samhliða A! fer fram vídeólistahátíðin Heim.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www.listak.is og á www.facebook.com/A.performance.festival

Dagskrá A! Gjörningahátíðar 2020 má finna hér