Til baka

Sólstöðuhátíð í Grímsey (júní)

Grímseyingar halda bæjarhátíð í tilefni af sumarsólstöðunum í dagana 18.- 21. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í allskyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  

Nánari upplýsingar um Grímsey má sjá hér.

 

 

Árið 2019 verður hátíðin haldin 20. - 23. júní.

 

Fimmtudagur 20. júní

Kl. 18:00                           Veitingastaðurinn Krían opnar
Kl. 21:00                           Tónleikar á Kríunni. Hjónadúettinn Elvý & Eyþór leika hugljúfa tónlist úr öllum áttum 

Föstudagur 21. júní

Kl. 15:00 – 17:00               Markaður á bryggjunni
Kl. 15:30                            Lifandi tónlist á palli Gallerí Gullsólar
Kl. 17:30                            Dorgveiðikeppni barna
Kl. 18:30                            Afhjúpun á listaverki á Fiskmarkaði. Grillaðar pylsur fyrir börnin 
Kl. 19:00 – 20:30                Súpurölt til heimamanna
Kl. 22:00                            Sigling í kring um eyjuna
Kl. 23:59                            Ganga út á eyjarfót í miðnætursól. Lifandi tónlist

Laugardagur 22. júní

Kl. 11:00                              Ganga með leiðsögn
Kl. 14:00                              Fjölskylduratleikur
Kl. 19:00                              Sjávarréttakvöld kvenfélagsins
Kl. 21:00                              Barnaball
Kl. 23:00                              Ball í félagsheimilinu

Sunnudagur 23. júní

Kl. 14:30 – 16:00               Markaður á bryggjunni
Kl. 21:00                           Varðeldur og brekkusöngur í Grenivíkurfjöru

 

Annað:
Afgreiðslutími sundlaugarinnar um helgina: Föstudagur - eftir samkomulagi eftir kl. 17:00, Laugardagur - kl. 15:00 - 17:00, Sunnudagur - Kl. 13:00 - 14:30
Tapaskvöld á Kríunni – borðapantanir í síma 898-2058 og 467-3112.

Leiksvæðið við Múla er ætlað öllum og biðjum við fólk að ganga vel um munina þar. 

Fylgist með á facebook - Sólstöðuhátíð Grímsey
Þar verða tilkynningar á breytingum ef einhverjar verða

Sæfari fer frá Dalvík til Grímseyjar kl. 09.00 mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og sunnudaga.
Hægt er að bóka miða í ferjuna á vefsíðu Samskipa
Flug frá Akureyri til Grímseyjar alla daga, nánari upplýsingar og bókanir á vefsíðu Air Iceland Connect