Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 20.-22. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Áherslur að þessu sinni eru dálítið frábrugðnar því sem yfirleitt er, því sunnudaginn 22. júní verður ný Miðgarðakirkja vígð.
Dagskrá
(með fyrirvara um breytingar)
Föstudagur, 20. júní
Sjávarréttakvöld kvenfélagsins Baugs kl. 19.00 í félagsheimilinu Múla (húsið opnar 18.30)
Dansleikur í Múla
Laugardagur, 21. júní
Fjölskylduratleikur, mæting við veitingastaðinn Kríuna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum) kl. 13.00
Sunnudagur, 22. júní
Vígsla Miðgarðakirkju kl. 13.00 - frestað til 10. ágúst
Viðburðinum verður sjónvarpað yfir í félagsheimilið Múla - frestað til 10. ágúst
Kaffisamsæti í boði sóknarnefndar Miðgarðakirkju eftir vígsluna í félagsheimilinu Múla - frestað til 10. ágúst
Afgreiðslutímar og þjónusta:
Verslun: Alla daga milli 15.00-16.00
Veitingastaðurinn Krían: Föstudag 12.00-17.00, laugardag 12.00-21.00, sunnudag 12.00-21.00
Gallleríið: Opið á meðan ferjan stoppar
Athugið að þeir viðburðir sem haldnir eru utandyra eru háðir veðri. Hátíðin í ár er með dálítið breyttum áherslum þar sem fókusinn í ár verður á vígslu nýrrar Miðgarðakirkju.
Frítt er á viðburði nema Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins og ballið.
Leiksvæði fyrir börnin alla daga.
Samgöngur:
Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar þriðjudaga og sunnudaga.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.grimsey.is