Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Sumardaginn fyrsta opna um 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi undir heitinu Eyfirski safnadagurinn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.
Árið 2023 verður Eyfirski safnadagurinn haldinn þann 20.apríl.
Söfn, setur og sýningar á Eyjafjarðarsvæðinu verða með opið frá kl. 13:00 - 17:00 og ókeypis aðgang í tilefni dagsins. Þema ársins er "Ferðalög" og verður margt fróðlegt og skemmtilegt í boði á söfnunum þennan daginn!
Dagskrá 2022 (uppfærð dagskrá fyrir árið 2023 verður birt hér þegar nær dregur).
Amtsbókasafnið:
Kl. 13.00-14.00 Jakobsvegurinn í máli og myndum
Opið frá 12.30-14.30 - sjálfsafgreiðsla.
Byggðasafnið Hvoll á Dalvík:
Opið á sumardaginn fyrsta
Davíðshús:
Kl. 15.00 Leyndardómar og lykilatriði
Smá-ljóðaleikar í Davíðshúsi
Flugsafnið: Opið á sumardaginn fyrsta
Hús Hákarla-Jörundar í Hrísey:
Opið á sumardaginn fyrsta
Iðnaðarsafnið:
Opið á sumardaginn fyrsta
Into the Arctic – Norðurslóðasetur:
Opið á sumardaginn fyrsta
Laufás:
Kl. 14.00 Gengið um ganga og rangala
Leikfangahúsið - Friðbjarnarhús:
Kl. 13.00 Opnun
Kakó og kleinur
Listasafnið:
Kl. 16.30 Leiðsögn um sýninguna Frá Kaupfélagsgili til Listagils
Minjasafnið:
Kl. 13.30 Búkolla - Handbendi brúðuleikhús
Kl. 14.00 Könnunarleiðangur um kortin
Kl. 15.30 Búkolla - Handbendi brúðuleikhús
Minjasafnskrikjan - fornleifamálarar að störfum
Leiktu þér á safni, Islandia - leikjaborðið, Úti og inni leikir, Gerðu þitt eigið landakort
Mótorhjólasafnið:
Opið á sumardaginn fyrsta
Nonnahús:
Kl. 16.00 Þekkir þú Nonna?
Síldarminjasafnið Siglufirði:
Kl. 14.00-15.00 Farandverkakonur við síldarsöltun á Hjalteyri 1915
Smámunasafn Sverris Hermannssonar, Eyjafjarðarsveit:
Opið á sumardaginn fyrsta
Útgerðarminjasafnið á Grenivík:
Opið á sumardaginn fyrsta
Söfn og sýningar við Eyjafjörð á Facebook