Til baka

Þjóðhátíðardagurinn (17. júní)

Gleðilega Þjóðhátíð!
Hátíðarhöld á Akureyri 17. júní 2023

Bæjarbúar eru hvattir til að nota umhverfisvænar samgöngur að og frá hátíðarsvæðinu.

*Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.
English version HERE

Blómabíll Akureyrar
11.00 – 12.00
Blómabíllinn leggur af stað frá Naustaskóla, stansar við grunnskóla bæjarins og verður við Lystigarðinn um kl. 12.00. Kort af akstursleið er að finna HÉR

Skrúðganga Skátafélagsins Klakks og Lúðrasveitar Akureyrar
12.30
Fögnum þjóðhátíð saman og fjölmennum í skrúðgönguna sem leggur af stað frá Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti og heldur suður í Lystigarð þar sem formleg hátíðarhöld fara fram. Kort af gönguleið er að finna HÉR

Hátíðardagskrá í Lystigarðinum – Svið A, flöt 1
13.00 -13.45
Kynnir þjóðhátíðarinnar er Sesselía Ólafsdóttir, bæjarlistamaður Akureyrar 2023.

  • Fánahylling
  • Lúðrasveit Akureyrar
  • Bænagjörð og blessun: Séra Sindri Geir Óskarsson
  • Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar
  • Fjallkonan Ylfa Rún Arnarsdóttir, nýstúdent frá VMA
  • Ávarp bæjarstjóra: Ásthildur Sturludóttir

Dagskrá á hátíðarsvæði
14.00 - 17.00 - Lystigarður, flöt 1 & 2 

14.00 – Bjartmar Guðlaugsson – Svið A, flöt 1
14.35 – Dansatriði frá STEPS Dancecenter – Flöt 1
14.40 – Hljómsveitin Brenndu Bananarnir – Svið B, flöt 1
15.00 – Leikskólasýningin Ljóstýra – Svið C, flöt 2
15.30 – Dansatriði frá Dansstúdíó Alice – flöt 1
15.35 – Leiksýningar Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar – Svið C, flöt 2
16.00 – Jónína Björt og Ívar Helga – Svið A, flöt 1
16.40 – Hljómsveitin Poets, Bullets, Society – Svið B, flöt 1

14.00 – 17.00 - MA túnið, flöt 3

  • Skátatívolí Klakks og leiktæki Bylgjulestarinnar
  • Skátasjoppa Klakks – kandífloss og annað góðgæti
  • Hoppukastalar - fjórir fjörugir kastalar
  • Kassaklifur - verðlaun í boði
  • Bylgjulestin – bein útsending frá hátíðarsvæðinu frá kl. 12-16 með Völu Eiríks, Svala og Ernu Hrönn.
  • Matarvagnar – 2Guys, Don Donuts og Silli kokkur opnir frá kl. 12
  • Andlitsmálning – í boði frá kl. 14-16

Sigling með Húna II
17.00
Komdu með í skemmtisiglingu með Húna II. Athugið að aðeins 80 farþegar komast í ferðina. Fyrstir koma, fyrstir fá.
Siglt frá Fiskihöfn (austan við Hagkaup)

Aðrir skemmtilegir viðburðir í bænum á þjóðhátíðardaginn.
*birt með fyrirvara um breytingar

10.00 – 18.00 – Bílasýning í Boganum – Bíladagar 2023
13.00 – 16.00 - Flugdagur Flugsafns Íslands
14.00 - 17.00 - Eilífðar smáblóm - Kaktus
15.00 – 17.00 – Tónleikaröðin Mysingur IV – Listasumar á Akureyri 2023
17.00 – 22.00 – Raflínur – Listasumar á Akureyri 2023
20.00 -23.00 – Burnout – Akstursíþróttasvæði BA – Bíladagar 2023
21.00 – 23.30 – Bjartmar og Bergrisarnir – Græni hatturinn
23.00 (óstaðfestur tími) – Marsering nýstúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri – Ráðhústorg


Allt hátíðarsvæðið

Stærri mynd HÉR


Helstu bílastæði við hátíðarsvæði.

Bæjarbúar eru hvattir til að nota umhverfisvænar samgöngur að og frá hátíðarsvæðinu.

  • Bílastæði við Kaupvang 1000m
  • Bílastæði við Berjaya Akureyri Hótel 730m
  • Bílastæði við Verkmenntaskólann á Akureyri 620m
  • Bílastæði neðan við Rósenborg 600m
  • Bílastæði við Sundlaug Akureyrar 530m
  • Bílastæði við Kjörbúðina 530m
  • Bílastæði við íþróttahöllina 400m
  • Bílastæði Menntaskólans á Akureyri við Eyrarlandsveg 310m