Til baka

Þjóðhátíðardagurinn (17. júní)

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní skipar háan sess í hugum Akureyringa sem og allra landsmanna. Mikið er um dýrðir í bænum og hefst hátíðardagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum. Þaðan er farið í skrúðgöngu niður í miðbæ þar sem boðið er upp á fjölskylduskemmtun um daginn og svo aftur um kvöldið og fram að miðnætti. Dagskrá lýkur með marseringu nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri á torginu um miðnætti. Skátafélagið Klakkur hefur séð um skipulag hátíðarhaldanna á Ráðhústorgi síðan 2008.

Dagskrá Þjóðhátíðardagurinn 2020: 

17. júní á Akureyri. Þjóðhátíðin kemur til þín!
Blómabíllinn verður á ferðinni um bæinn kl. 13-15. Ekið verður úr Síðuhverfi suður á Brekkuna og endað í Innbænum. Lúðrasveit Akureyrar þenur lúðra, skátarnir hefja fána hátt á loft og boðið verður upp á skemmtidagskrá fyrir ungu kynslóðina.

Hátíðarhald og viðburðir á sex stöðum í bænum (sjá mynd):
1) Lögmannshlíð kl. 13.00
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri flytur ávarp. Heiðursvörður og fánahylling. Kvennakór Akureyrar flytur þjóðsönginn. Séra Sindri Geir Óskarsson fer með bænagjörð og blessun. Lúðrasveit Akureyrar spilar.

2) San Síró kl. 13.30
Leikhópurinn Lotta skemmtir krökkum á öllum aldri á grasflötinni austan Lundarskóla. Enginn aðgangseyrir.

3) Hlíð | 14.30
Kvennakór Akureyrar syngur. Ávarp fjallkonunnar sem er að þessu sinni Sigurlína Guðný Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur úr framvarðarlínu SAk í baráttunni gegn Covid-19. Lúðrasveit Akureyrar spilar. Afhending jafnréttisviðurkenninga Akureyrarbæjar.

4) Minjasafnsflötin kl. 15.00-16.00
Skátatívolí. Leikhópurinn Lotta bregður á leik. Ísbjörninn Barri skemmtir gestum. Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Söfnin í Innbænum opin. Frítt inn á Minjasafnið, Iðnaðarsafnið, Leikfangasýninguna í Friðbjarnarhúsi og í Nonnahús.

5) Í gegnum linsuna - Lífríki Norðurslóða
Opnun ljósmyndasýningar við Hof kl. 16.00.

6) Sigling á Pollinum
Húni II býður í ókeypis siglingu um Pollinn kl. 16, 17 & 18.