Til baka

Apótek Gistiheimili

Apótek Guesthouse
Hafnarstræti 104
Sími: 773 6600
Netfang: info@apotekguesthourse.is
Heimasíða: apotek-guesthouse-akureyri

Apótek Guesthouse er staðsett við göngugötuna í hjarta Akureyrar. Þar sem frábært úrval er af veitingastöðum og kaffihúsum og má þar sérstaklega nefna Centrum Kitchen & Bar og Strikið. Stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaugin, listasafnið, menningarhúsið Hof og tónleikastaðurinn Græni Hatturinn eru í göngufæri sem og allt það sem okkar fallegi miðbær hefur upp á að bjóða.

Apótek Guesthouse er tilvalinn ódýr og þægilegur kostur. Gistiheimilið skartar 17 rúmgóðum herbergjum auk fullbúinni 80 m2 íbúð með stórum svölum sem hýsir 5-7. Val stendur á milli herbergja með baðherbergi fyrir þá sem kjósa meira næði og herbergja með sameiginlegu baðherbergi.

Á 4. hæð hússins er að finna opið sameiginlegt rými með eldhúsaðstöðu, borðstofu, sjónvarpi og svölum sem snúa að göngugötunni. Á Centrum Kitchen & Bar veitingastaðnum okkar er morgunverðarhlaðborð alla morgna frá 7:00-10:00. Ásamt fjölbreyttum matseðil fyrir hádegis- og kvöldverð.