Til baka

Gisting

Ferðamannabærinn Akureyri býður gistimöguleika af fjölbreyttu tagi og eru flest hótel og gistiheimili í námunda við miðbæinn. Gestir bæjarins geta valið á milli þess að gista á fyrsta flokks hótelum, vinalegum gistiheimilum með upp á búnum rúmum eða svefnpokaplássum, já eða rekið niður tjaldhælana á tjaldsvæðum bæjarins.

Upplýsingar um fjölbreytta valkosti svæðisins má skoða á visitakureyri og skoða stutta samantekt/yfirlit um gistirými 2023-24 sem finna má hér.