Til baka

Upplýsingar: Losun ferðasalerna

Losun ferðasalerna á Akureyri:

Tjaldsvæði:
Hamrar, Akureyri
Hrafnagil, Eyjafjarðarsveit

Aðrir staðir:
Akureyri, bensínstöð, Olís


Finna má bækling sem listar upp staði á landinu með aðstöðu er til losunar ferðasalerna hér.
Einnig má finna GPS-staðsetningarhnit losunarstöðvanna hér.

Að því kemur að losa þarf úr ferðasalerninu og er aðstöður til þess að finna víða um landið. Aldrei skyldi losa úr ferðasalernum nema á tilgreindum stöðum til losunar. Í reglugerð um hollustuhætti segir að á tjald- og hjólhýsasvæðum eða í námunda við það skuli vera aðstaða til að tæma og hreinsa ferðasalerni. Rekstraraðili svæðisins skuli veita upplýsingar um og vísa á aðstöðuna, en einnig er hægt að leita upplýsinga um staðsetningu slíkrar aðstöðu annars staðar, t.d. á bensínstöðvum.

 

 

 

 

Leitarorð: Ferðaklósett ferðabíll húsbíll salerni klósett tæming Lavatory disposal