Til baka

Davíðshús

Bjarkarstíg 6
Sími: 462 4162
Netfang: minjasafnid@minjasafnid.is
Heimasíða: minjasafnid.is

Erfingjar Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi ánöfnuðu Akureyrarbæ bókasafni og innanstokksmunum hússins að Bjarkarstíg 6, en skáldið byggði og bjó í því húsi til dauðadags 1964. Upphaflega stóð til að koma mununum fyrir á Amtsbókasafninu, en nokkrir vinir Davíðs efndu þá til landssöfnunar og var húsið keypt og afhent bænum til umsjár. Þar var opnað safn á efri hæð hússins á afmæli skáldsins 1965, og er íbúð hans varðveitt eins og hann skildi við hana. Bókasafn hans var eitt merkasta bókasafn landsins í einkaeigu, en auk þess er þar að finna fágæt listaverk eftir vini skáldsins.

Á neðri hæð hússins er íbúð sem rithöfundar og fræðimenn geta fengið til afnota í lengri eða skemmri tíma gegn vægu gjaldi. Sjá nánar neðar á síðunni.

Safnið í Davíðshúsi er opið þriðjudaga til laugardaga á sumrin frá 1. júní til 1. október - leiðsögn kl. 13.00, 14.00 og 15.00. 

Ef óskað er eftir skoðunarferð á öðrum tímum en opnunartímum, má hringja í síma 462 4162.
Upplýsingar um aðgangseyri og árskort er að finna hér.

 

Rithöfunda- og fræðimannaíbúð
Rithöfunda- og fræðimannaíbúð er á neðri hæð hússins. Íbúðin er ætluð rithöfundum og fræðimönnum til afnota í lengri eða skemmri tíma gegn vægu gjaldi (20.000 kr. vika, 65.000 kr. mánuður), hámark einn mánuð í senn.

Í íbúðinni eru svefnherbergi, stofa, vinnuherbergi með svefnsófa, eldhús og baðherbergi. Sjónvarp, þvottavél og þurrkari eru til staðar í íbúðinni, einnig almennur húsbúnaður og lín, ásamt þráðlausri nettengingu. Símanúmer í gestaíbúð er 462 7498.

Auglýst er sérstaklega eftir umsóknum um íbúðina á haustdögum fyrir komandi ár. Aðilum er hins vegar frjálst hvenær sem er að kanna hvort íbúðin sé laus á ákveðnum tímum.

Umsóknir skulu berast á Amtsbókasafnið, til umsjónarmanns: Þórður Sævar Jónsson.

Amtsbókasafnið á Akureyri
b/t Þórður Sævar Jónsson
Brekkugötu 17
600 Akureyri
Sími: 460 1250
Netfang: thordurs@amtsbok.is