Til baka

Amtsbókasafnið á Akureyri

Brekkugötu 17
600 Akureyri
Sími: 460 1250
Fax: 460 1251
Netfang: bokasafn@akureyri.is
Heimasíða: amtsbok.is
Facebook

Amtsbókasafnið er eitt stærsta almenningsbókasafn landsins. Það er til húsa í glæsilegri byggingu við Brekkugötu 17 og er tilvalið að heimsækja það þó ekki væri til annars en að skoða húsakynnin.

Amtsbókasafnið er þjónustustofnun sem starfar í þágu almennings og er ekki rekið í hagnaðarskyni. Meginhlutverk þess er að jafna aðgengi að menningu og þekkingu.

Safnið býður upp á útlán bóka, tímarita, mynddiska, hljóðbóka og spila. Til þess að fá efni lánað út úr húsi þarf bókasafnsskírteini. Allir íbúar Akureyrarbæjar geta fengið skírteini sér að kostnaðarlausu. Ef að skírteini týnist þarf að greiða 1500 kr. fyrir nýtt. Lánþegar sem ekki eiga lögheimili í Akureyrarbæ greiða 2500 kr. árgjald. 

Á Amtsbókasafninu eru reglulega haldnar ýmiss konar sýningar, viðburðir og fyrirlestrar. Auk þess sem hægt er að:

 • læra í friði og ró eða í hóp
 • skoða safnkostinum
 • slaka á og lesa
 • hitta aðra eða hanga með vinunum
 • setja upp sýningu
 • taka þátt í leshóp
 • púsla
 • njóta útsýnisins á 2. hæð
 • halda fund, námskeið eða ráðstefnu
 • prjóna
 • hitta saumaklúbbinn
 • spila borðspil
 • tefla
 • horfa á kvikmynd
 • lesa myndasögur
 • spila tölvuleiki í Kinect leikjatölvu
 • drekka kaffi og skoða nýjustu tímaritin

Á fyrstu hæð bókasafnsins er rekið kaffihúsið Orðakaffi þar sem hægt er að fá heitan mat í hádeginu alla virka daga. Auk þess er mikið úrval af panini samlokum, kökum og eftirréttum. Nánari upplýsingar um Orðakaffi má sjá á facebooksíðu staðarins. Mikið er lagt upp úr fersku hráefni og eru allir réttir eldaðir frá grunni. Á kaffihúsinu er tilvalið að setjast niður með kaffibolla og lesa nýjustu tímaritin og dagblöðin sem safnið hefur upp á að bjóða.

Amtsbókasafnið er aðili að Rafbókasafninu í samvinnu við Landskerfi bókasafna. Þar er bæði að finna hljóðbækur og rafbækur. Það eina sem fólk þarf til að nálgast efni á Rafbókasafninu er:

 • gilt bókasafnsskírteini ásamt PIN númeri
 • tölva, snallsími eða spjaldtölva
 • öppin Libby eða Overdrive

Fjölmargir efnisflokkar standa lánþegum til boða, líkt og í hefðbundnu bókasafni. Þar er að finna spennusögur, ævisögur, efni fyrir börn og margt fleira þannig að allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Fyrst um sinn verður safnkostur einkum á ensku en vonast er til þess að íslenskir titlar bætist fljótlega við.

Hægt er að skoða stuttmynd um sögu Amtsbókasafnsins sem gerð var árið 2010 á You Tube.

Amtsbókasafnið er vettvangur þekkingar, sköpunar og upplifunar – verið velkomin!

Opnunartíma og nánari upplýsingar má sjá HÉR.