Til baka

Nonnahús

Aðalstræti 54
Sími: 462 3555 / 462 4162
Netfang: nonni@nonni.is
Heimasíða: nonni.is

Nonnahús er talið hafa verið byggt árið 1849. Akureyrarbær á húsið og er þar safn til minningar um rithöfundinn og prestinn Jón Sveinsson, Nonna (1857-1944). Húsið var friðað samkvæmt þjóðminjalögum árið 1978 og er að flestu leyti gott dæmi um elstu timburhúsagerðina. Í safninu er að finna ýmsa muni sem tengdir eru Nonna, myndir og bækur hans á fjölmörgum tungumálum. 

Opnunartími og aðgangseyrir
Nonnahús er opið daglega kl. 10-17 frá 1. júní til 1. október. 
Vetrartími (2. október - 31. maí): Opið daglega kl. 13-16

Aðgangseyrir (18+): 1.600 kr.
Lífeyrisþegar (67+) og öryrkjar: 800 kr. 
Hópar (10 eða fleiri): 15% afsláttur eða 1.360 kr.
Ókeypis fyrir yngri en 18 ára.

Dagskort og árskort
Minjasafnið á Akureyri býður nú ferðalöngum, innlendum sem erlendum, bæði dagskort og árskort.

Dagskortin eru tilvalin fyrir ferðamenn sem eingöngu hafa daginn á Akureyri og nágrenni. Það kostar 2.000 kr. og gildir á Minjasafnið og þau söfn sem því tilheyra, þ.e. Nonnahús, Davíðshús, Leikfangahúsið og Gamla bæinn Laufás í Grýtubakkahreppi. 

Árskortið er tilvalið fyrir Akureyringa, Eyfirðinga, Íslendinga og annað áhugasamt fólk um menningu okkar.
Handhafi kortsins getur nýtt sér það og komið á fyrrgreind söfn oft á ári eingöngu fyrir 2.500 kr. 

Árskort eldri borgara og öryrkja kostar 2.000 kr.

Hægt er að kaupa kortin á öllum fyrrgreindum söfnum.