Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Matur / Drykkur
Áhugavert
Í fókus
RAUÐA HJARTAÐ Í GÖTUVITANUM
Nýjum götuvita með rauðu hjartaljósi hefur verið komið fyrir á flötinni sunnan Menningarhússins Hofs. Þar er kjörið að stilla sér upp og taka sjálfu. Þeir sem vilja merkja myndir teknar á þessum stað með myllumerki og birta á samfélagsmiðlum, ættu að nota merkið #heartsofakureyri ásamt með fleirum.
Í fókus
Þú þarft ekki lengur að fara Víkurskarðið. Opnuð hafa verið ný 7,2 km löng göng í gegnum Vaðlaheiðina. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km. Nánari upplýsingar um gjaldtöku o.fl. HÉR.
Viðburðir á næstunni
- Hlíðarfjall opið - kl. 10:00
- Laugardagskaffi um borð í Húna II - kl. 10:00
- Þorraferð í Fjallaborg í Mývatnsöræfum með FFA - kl. 10:00
- Blak karla, KA-Afturelding í KA heimilinu - kl. 13:00
- Norðurslóðasetrið opið - kl. 13:00
- Skautahöllin opin - kl. 13:00
- Ljósmyndasýning VMA í Mjólkurbúðinni - kl. 14:00
- Blak kvenna, KA-Afturelding í KA heimilinu - kl. 15:00
- CCR bandið á Græna Hattinum - kl. 22:00
Í fókus
ÁTT ÞÚ ÁRSKORT?
Gestum býðst að kaupa árskort að Listasafninu á Akureyri á aðeins 2.500 krónur. Með kortinu getur fólk heimsótt safnið eins oft og það lystir í heilt ár frá og með kaupdegi. Árskortið er til sölu í anddyri Listasafnsins á opnunartíma þess kl. 12-17 alla daga.
Í fókus
Listaverkið Hringur og kúla í Grímsey
Listaverkið Hringur og kúla / Orbis et Globus / Circle and Sphere er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda, sem vígt var árið 2017 eða 300 árum frá því að baugurinn færðist fyrst inn á eyjuna.
Leit
Svæði

