Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Matur / Drykkur
Áhugavert
Í fókus
PERLA EYJAFJARÐAR
Hrísey er sannkölluð perla Eyjafjarðar. Þar er mannlíf blómlegt, útsýni stórfenglegt um allan fjörð og fuglalíf fjölskrúðugt. Talið er að allt að 40 fuglategundir verpi í eyjunni og er rjúpan mjög áberandi, enda á hún þar griðland og hefur verið alfriðuð áratugum saman. Áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars má sjá HÉR.
Í fókus
HALLÓ PÁSKAR!
Nóg um að vera á Akureyri alla páskana. Frábærir tónleikar í Hofi og á Græna hattinum, Sjeikspír eins og hann leggur sig í Samkomuhúsinu, sundferðir og lausamjöll í Hlíðarfjalli. Gott veður og flott færi. Kynntu þér það sem um er að vera á Akureyri um páska.
Viðburðir á næstunni
- Norðurslóðasetrið opið - kl. 11:00
- Eyfirski safnadagurinn - kl. 13:00
- Eyfirski safnadagurinn í Minjasafninu, Nonnahúsi og Davíðshúsi á sumardaginn fyrsta - kl. 13:00
- Minjasafnið á Akureyri opið - kl. 13:00
- Ráðhústorg 7: Opnar vinnustofur og flóamarkaður - kl. 13:00
- Sumarskák - kl. 13:00
- R5 Bar: Jazzgeggjaður fimmtudagur - Birkir Blær - kl. 21:00
- Andrésar Andar leikarnir
- Barnamenningarhátíð á Akureyri
Í fókus
EINSTÖK UPPLIFUN Á GRÆNA
Græni hatturinn er ein albesti tónleikastaður landsins. Stemningin sem þar myndast getur verið töfrum líkust. Langflestir bestu tónlistarmenn landsins hafa komið þar fram og um hverja helgi eru haldnir þar frábærir tónleikar sem gestir staðarins kunna vel að meta. Kynntu þér framboðið á Facebook síðu Græna hattsins.
Í fókus
Listaverkið Hringur og kúla í Grímsey
Listaverkið Hringur og kúla / Orbis et Globus / Circle and Sphere er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Studio Granda, sem vígt var árið 2017 eða 300 árum frá því að baugurinn færðist fyrst inn á eyjuna.
Leit
Svæði

