Árlega er aprílmánuður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri. Markmið hátíðarinnar er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Leiðarljós hátíðarinnar eru fagmennska, fjölbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi fyrir öll börn og ungmenni. Vettvangur hátíðarinnar er Akureyrarbær og leitast er við að nýta spennandi og áhugverð rými þar sem börn geta skapað, notið, sýnt og túlkað. Meginreglan er að aðgengi að viðburðum sé ókeypis.
Barnamenningarhátíð á Akureyri tekur mið af markmiðum Menningarstefnu Akureyrarbæjar og aðgerðaráætlun barnvæns sveitarfélags.
Heimili Barnamenningarhátíðar á Akureyri á samfélagsmiðlum er að finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningak og #hallóakureyri
Verkefnastjórn Barnamenningarhátíðarinnar er í höndum Hólmfríðar Kristínar Karlsdóttur hjá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar. Hægt er að senda henni línu á netfangið barnamenning@akureyri.is eða hringja í síma 460-1158.
* Birt með fyrirvara um breytingar