Til baka

Gisting & veitingar

Ferðamannabærinn Akureyri býður gistimöguleika af öllu tagi og eru flest hótel og gistiheimili í námunda við miðbæinn. Gestir bæjarins geta valið allt frá fyrsta flokks hótelum til vinalegra gistiheimila. 

Á Akureyri er að finna fjölbreytta flóru veitingahúsakaffihúsabara og skemmtistaða. Veitingastöðum Akureyrar hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og í boði eru staðir þar sem matseldin á rætur að rekja til Spánar, Ítalíu, Japans, Kína, Tælands, Bandaríkjanna, Danmerkur og að sjálfsögðu Íslands. Á mörgum þessara veitingastaða er lögð áhersla á að bjóða upp á mat úr Eyjafirði. Alls eru rúmlega 3.400 sæti á veitingastöðunum á Akureyri sjá nánar á yfirliti yfir sætafjölda veitingastaða.

Kaffihúsin eru mörg og vinsæl og sum þeirra orðin að eins konar kennileitum í bænum. Sömu sögu er að segja um skemmtistaðina sem hafa sumir hverjir verið mærðir í sönglagatextum.