Til baka

Hálfdagsferðir

Hrísey perla Eyjafjarðar 3 til 5 klst
Rúta til Árskógssands (30 mín) og ferja yfir til Hríseyjar (15 mín). Út í eyju er farið í skoðunarferð um eyjuna annaðhvort gangandi í fylgd leiðsögumanns eða í traktorsferð með vagni. Hægt er að hnýta við ferðina ljúffenga máltíð út í eyju að hætti eyjaskeggja, heimsókn í hús hákarla Jörundar, gönguferð í orkulindina eða kynningar hjá fyrirtækjum í eyjunni. Einnig er hægt að koma við í Bjórböðunum, skella sér í bjórbað eða heitan pott og njóta veitinga. Einnig er hægt að skipuleggja siglingu tilbaka til Akureyrar með hvalaskoðunarbát og skoða hvali á leiðinni.

Skoðunarferð um Akureyri 2 til 3 klst
Ekið er um bæinn og sagt frá því helsta, komið er við í Innbænum og Lystigarðinum auk þess að rennt er upp í Hlíðarfjall. Heimsótt eru nokkur söfn hægt að velja milli (Minjasafnið, Flugsafnið, Iðnsafnið, Mótorhjólasafn og Flugsafn Íslands. Einnig er hægt að tengja við fyrirtækjaheimsóknir eins og t.d. bruggverksmiðjuna Víkingbrugg eða skoða menningarhúsið HOF.

Grímsey 3 til 11 klst
Hægt er að fljúga til Grímseyjar frá Akureyri, flogið er í litlum vélum sem taka um 19 farþega og tekur flugið um 30 mín. Í Grímsey er boið upp á gönguferð með leiðsögn og tekur gönguferðin alt frá 1.5 til 3 klst eftir því hver er farið, einnig er hægt að skipuleggja siglingu umhverfis eyjuna. Á veitingastaðnum Kríunni er boðið upp á ljúffengar veitingar m.a. sjávarréttarsúpu að hætti heimamanna eða ljúfmeti beint af miðunum eða björgunum. Einnig er hægt að sigla til Grímseyjar frá Dalvík. Akstur til Dalvíkur tekur um 40 mín og siglingin til Grímseyjar tekur um 3 klst hvora leið og er stoppið í eyjunni allt að 5 klst háð árstíð. Hægt er að fá staðfestingu þess efnis að búið sé að heimsækja heimskautsbauginn.

Eyjafjarðarsveitin 3-5 klst
Í sveitinni innan Akureyrar má gera skemmtilegan hring þar sem ekið er um grösuga sveit og eitt helsta landbúnaðarhérað Íslands. Þar má gera nokkur stopp m.a. koma við í Hælinu sem er áhugaverð sýning um sögu berklanna, heimsækja Jólagarðinn sem er falleg lítil verslun sem sérhæfir sig í jólavarningi í fallegri umgjörð. Á Holtseli má renna við og smakka heimagerðan ís í, koma við í skógarreitnum hjá Grund, skoða kynstrin öll af safnmunum í Smámunasafninu eða líta við í litlu torfkirkjuna þar fyrir ofan, heilsa upp á Jóni Arasson biskup, en stytta af honum stendur fyrir utan Munkaþverárkirkju og njóta að lokum veitinga á sveitahótelinu Lambinn eða renna við á Hælinu á ný og heimsækja kaffihúsið. 

Goðafoss og Laufás 4-5 klst
Á leiðinni austur að Goðafossi er ekið framhjá Vaglaskógi og um Ljósavatnsskarð. Fossinn er einn af fallegri fossum landsins þar sem Skjálfandafljót rennur niður í gljúfrið og myndar formfagra fossa. Góðar gönguleiðir og útsýnispallar eru við fossinn. Á leiðinni tilbaka er ekið um Dalsmynni og að Laufás sem er einn af best varðveittu torfbæjum landsins. Bærinn er stór og með fjölda muna. Við hlið bæjarins er kirkja og einnig þjónustuhús og kaffihús þar sem hægt er að fá fjölbreyttar og þjóðlegar veitingar.

Siglingar 1–4 klst
Mörg fyrirtæki bjóða upp á siglingar af ýmsu tagi á Eyjafirðinum, Vinsælt er að fara í hvalaskoðun en einnig er hægt að skipuleggja sjöstöng, skemmtisiglingar á stærri bátum. Á Pollinum er einnig hægt að skipuleggja siglingar á minni farkostum eins og sjóbretti, róðrabretti, kayak eða róðrabáta.

Reiðtúrar 1-4 klst
Nokkrar hestaleigur eru á svæðinu og er hægt að fara í reiðtúra um fjölbreytt landslag

Vetrarsport 1-8 klst
Í Hlíðarfjalli er eitt helsta skíðasvæði landsins og frá desember og fram í lok apríl er hægt að renna sér niður hlíðar fjallsins eða fara á gönguskíði á svæðinu sem er samtengt svæðinu. Í boði eru skíðaleiga og skíðakennsla fyrir þá sem þess óska. Einnig eru fleiri skíðasvæði í nágreninnu m.a. á Dalvík og Siglufirði.
Nokkrir aðilar bjóða einnig upp á snjósleðaferðir eða ferðir með snjótroðara. Snjótroðararnir fara upp á Kaldbak eða Múlahyrnu þar sem boðið er upp á stórkostlegt útsýni í góðu verðri. Á Akureyri er hægt að panta aðstöðu í Skautahölllinni og skella sér á skauta, prófa krullu eða bandy. Skautaleiga er á staðnum.
Einnig bjóða nokkrir aðilar upp á gönguferðir á snjóþrúgum auk þess sem hægt að skella sér í hundasleðaferðir.

Böð
Á Akureyri og nærsvæði má finna fjölbreytta og skemmtilega baðstaði svo sem Skógarböðin handan fjarðarins, Jarðböðin í Mývatnsveit, GeoSea sjóböðin á Húsavík, Bjórböðin hjá Kalda á Árskógssandi, heitupottarnir hjá Átaki við Hof eða skella sér í eina af mögrum sundlaugum á svæðinu eins og t.d. Sundlaug Akureyrar.

íþróttir
Akureyri státar af fjölbreyttum og öflugum valkostum á sviði íþrótta og útivistar og hentar margt vel til hópeflis, má þar m.a. nefna skotfimi, krullu í Skautahöllinni, pílukast, bogfimi, golf, róðrabretti SUP, skútu siglingar o.fl.

Menning
Hægt er að taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri, fara á sýningar, í leikhús, tónleika og margt, margt fleira á vegum Menningarfélagsins í Hofi, á tónleikastaðnum Græna hattinum og fjölda annarra staða, sjá einnig yfirlit og hugmyndir á viðburðadagatali Akureyrarbæjar