Til baka

Heildagsferðir

Mývatn 6-8 klst
Skoðunarferð til Mývatns er klassísk ferð þar sem farið er hringinn um vatnið og komið við á völdum stöðum. Má þar nefna Skútustaðagíga, Dimmuborgir, Kálfaströnd, Hverfjall, Námaskarð, Víti, Krafla og Jarðböðin. Hægt er að stoppa á mörgum stöðum til að kaupa sér veitingar svo sem í Vogafjósi, Hótel Seli, Hótel Reynihlíð eða Fosshótel.

Hægt er að lengja ferðina og bæta við Dettifossi sem er í uþb 30 mín akstur frá Mývatni en fossinn er einn aflmesti foss Evrópu og mjög tilkomumikill að sjá. Einnig má sleppa nokkrum stöðum og breyta ferðinni þannig að farinn er Demantshringurinn þ.e. komið við á Mývatni, Dettifoss, Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Húsavík en gera má ráð fyrir að sá hringur taki allt að 10 klst. 

Húsavík 6-7 klst
Ekið til Húsavíkur með viðkomu á Goðafoss, á Húsavík er farið í hvalaskoðun og tekur sú ferð um 3 klst auk þess sem hvalasafnið er skoðað. Komið við á einum af mögrum veitingastöðum bæjarins.

Siglufjörður 6-8
Ekið til Siglufjarðar og á leiðinni er ekið í gegnum Dalvík, Múlagöngin, Ólafsfjörð og nýju Siglufjarðargöngin, um 1 klst akstur. Á Siglufirði er Síldarminjasafnið heimsótt, hægt að fara í kayaksiglingu á firðinum, heimsækja brugghjúsið Segul, fara á kaffihús Fríðu, bakaríið og fleira.

Hægt er að tengja heimsókn til Hríseyjar við þessa ferð (ca 2 klst til viðbótar að lágmarki), koma við á byggðasafninu Hvoll á Dalvík og heimsækja kaffihúsið Gísli, Eiríkur og Helgi.

Demantshringurinn 8-10 klst
Demantshringurinn er hringvegur um Norðausturland, þar sem finna má magnaðar náttúruperlur og landslag sem virðist oft ekki vera af þessum heimi.
Á Demantshringnum eru 5 lykiláfangastaðir, en þeir eru hinn sögufrægi og myndræni Goðafoss, náttúruperlan Mývatn þar sem grænu og bláu litirnir ljá staðnum yfirbragð annars heims, hin ógurlega hvíta orka Dettifoss sem er vatnsmesti foss í Evrópu, náttúruundrið Ásbyrgi sem er í laginu eins og hófafar og Húsavík, þekkt fyrir hvalaskoðun hvaðan stutt er út á blátt og opið hafið.

Demantshringurinn býður upp á meira. Hægt er að upplifa hinn magnþrungna Vesturdal, þar sem finna má hina sérkennilegu Hljóðakletta; hraunbreiðurnar í kringum Kröflu sem virðast ekki vera af þessum heimi, vatnshitasvæðið Hveri og hraunborgirnar í Dimmuborgum.

Á Demantshringnum getur þú líka fundið hulda fjársjóði og afvikna staði sem kom jafn mikið á óvart og þeir frægustu; náttúrufegurð Tjörness þar sem finna má mikið fuglalíf og steingervinga, hinar gróðursælu Hólmatungur og minna þekktar perlur í nágrenni Mývatns eins og sprengígurinn Hverfjall og grænbláa vatnið í hlýrri Grjótagjánni.
Demantshringurinn er í grunninn um 250 kílómetra langur hringvegur sem býður upp á fjölbreytta möguleika og mismunandi útfærslur alt eftir tíma og óskir skipuleggjenda.

Flúðasigling 7-10 klst
Flúðasiglingar (Rafting) í Skagafirði er vinsæl útivist fyrir þá sem vilja taka áskorun og styrkja liðsandan. Árnar eru í um 1 klst akstur frá Akureyri. Boðið er upp á spennandi ferðir í stórfenglegu umhverfi. Ferðirnar eru mis erfiðar allt eftir hvor áin er valin og á hvaða árstíma er farið. Ferðirnar eru í boði frá maí til september. 

Grímsey 3 til 11 klst
Hægt er að fljúga til Grímseyjar frá Akureyri, flogið er í litlum vélum sem taka um 19 farþega og tekur flugið um 30 mín. Í Grímsey er boið upp á gönguferð með leiðsögn og tekur gönguferðin alt frá 1.5 til 3 klst eftir því hver er farið, einnig er hægt að skipuleggja siglingu umhverfis eyjuna. Á veitingastaðnum Kríunni er boðið upp á ljúffengar veitingar m.a. sjávarréttarsúpu að hætti heimamanna eða ljúfmeti beint af miðunum eða björgunum. Einnig er hægt að sigla til Grímseyjar frá Dalvík. Akstur til Dalvíkur tekur um 40 mín og siglingin til Grímseyjar tekur um 3 klst hvora leið og er stoppið í eyjunni allt að 5 klst háð árstíð. Hægt er að fá staðfestingu þess efnis að búið sé að heimsækja heimskautsbauginn.

Vetrarsport 1-8 klst
Í Hlíðarfjalli er eitt helsta skíðasvæði landsins og frá desember og fram í lok apríl er hægt að renna sér niður hlíðar fjallsins eða fara á gönguskíði á svæðinu sem er samtengt svæðinu. Í boði eru skíðaleiga og skíðakennsla fyrir þá sem þess óska. Einnig eru fleiri skíðasvæði í nágreninnu m.a. á Dalvík og Siglufirði.
Nokkrir aðilar bjóða einnig upp á snjósleðaferðir eða ferðir með snjótroðara. Snjótroðararnir fara upp á Kaldbak eða Múlahyrnu þar sem boðið er upp á stórkostlegt útsýni í góðu verðri. Á Akureyri er hægt að panta aðstöðu í Skautahölllinni og skella sér á skauta, prófa krullu eða bandy. Skautaleiga er á staðnum.
Einnig bjóða nokkrir aðilar upp á gönguferðir á snjóþrúgum auk þess sem hægt að skella sér í hundasleðaferðir.