Til baka

Huldustígur

Huldugangan er yndis ganga um Lystigarðinn á Akureyri. Gangan er um klukkutíma löng með leiðsögn sjáanda og garðyrkjufræðings, Bryndísi Fjólu.

Í göngunni er gengið hægum skrefum um garðinn og Bryndís Fjóla segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum. Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna. Huldukonurnar sem verða með í för hafa áhuga á tilveru þinni og eru þakklátar fyrir tíma þinn og heimsókn í garðinn.
Bryndís Fjóla hefur í gegnum árin byggt upp sérstakt og traust samband við þær huldukonur sem búa í garðinum og nú eru þær tilbúnar bjóða þig sérstaklega velkomin í heimsókn til að fræðast um tilveru sína í dag og áhrifamátt.

Í göngunni kynnumst áhrifavöldum í sögunni okkar, sem hafa í gegnum aldirnar verið okkur samferða og eru í dag hluti af því þegar við heillumst heilshugar af náttúrunni og finnum gleðistundir, sköpum sögur, tónverk, málverk og finnum fyrir ástinni og kjarkinum sem hið yfirnáttúrulega gefur okkur.
Hér getur þú fundið orkuna sem íslenskir listamenn eru og hafa verið undir áhrifum af þegar þeir skapa sín meistaraverk fyrir okkur að njóta.

Verð : ISK 6500 fyrir manninn (2023). Í blönduðum hóp er hámark 15-20 manns.
Verð á einkaferð : Minnst 10 manns/ lágmarks verð 60.000 kr (2023)
Ef verðið er gefið upp í EUR er það 45 eur pr mann og 450 eur í einkaferð (2023)
Boðið er upp á ferðirnar allt árið og tekur túrinn um 1 klst.

Yfirlitskortið Huldustígur
Huldustígur er kort yfir Lystigarð Akureyrar sem verður selt á kaffihúsinu LYST og víðar. Kortið er bæði nytsamlegt kort og mjög fallegur minjagripur. Það nýtist þeim sem óska að ganga um garðinn á sínum tíma og kanna hvar búsvæði huldufólksins og álfanna er að finna.

Huldustígur gerir upplifunina í garðinum eftirminnilega og að ævintýralegri heimsókn, með sterka tengingu við menningararf Íslendinga. 
Með kortinu eignast þú einnig fallega íslenska hönnun í formi dúks og/eða viskastykkis, sem minnir þig á einstaka upplifun og hinar ríkulegu gjafir móður jarðar. Fyrir bókanir og frekari upplýsingar : Bryndís Fjóla Pétursdóttir, 8970670,
bryndis@bryndis.is, bryndis.is.