Til baka

Böð

Á Norðurlandi má finna fleiri einstaka og skemmtilega baðstaði fyrir utan sundlaugarnar sem alltaf standa fyrir sínu

Má þar m.a. nefna
1) Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit (u.þ.b. 4 km / 5 mínútna akstur frá Akureyri)
2) Bjórböðin á Árskógssandi (u.þ.b. 30 km / 25 mínútna akstur frá Akureyri)
3) Heitu pottana á Hauganesi og sjósundaðstöðu (u.þ.b. 30 km / 25 mínútna akstur frá Akureyri)
4) Jarðböðin í Mývatnssveit (u.þ.b. 75 km / 65 mín akstur frá Akureyri)
5) Sjóböðin á Húsavík (u.þ.b. 60 km /60 mín akstur frá Akureyri)
6) Grettislaug við Sauðárkrók (u.þ.b. 130 km / 1.5 klst akstur frá Akureyri)

Sjá nánar hér fyrir neðan

Skógarböð
Vaðlaskógur/Vaðlareitur  
IS-605 Akureyri
Sími: 585 0090
Netfang: info@forestlagoon.is
Heimasíða: www.forestlagoon.is
Skógarböðin eru náttúrulaugar, staðsettar í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Á svæðinu er hægt að njóta heitra lauganna, fara í þurrsánu eða baða sig í kaldri laug, tveir barir eru staðsettir við laugarnar. Á staðnum er einnig að finna Bistró þar sem gestir geta notið veitinga, setið við arineld og horft yfir Akureyri og út fjörðinn í einstöku umhverfi.  Mikill metnaður hefur verið lagður í alla hönnun baðanna og að gestir þeirra upplifi útsýnið, kyrrðina og orku skógarins sem umlykur böðin.

Eins og nafnið gefur til kynna standa böðin í skógi sem er sérstaða Skógarbaðanna. Skóginum fylgir mikil veðursæld og leikur veigamikið hlutverk í upplifuninni sem og vatnið sem fannst við gerð Vaðlaheiðargangnanna og hefur nú fengið nýjan og göfugri tilgang.

Björböðin
Öldugötu 22, IS-621 Árskógssandur
Sími: 466 2505 / 699 0715
Netfang: bjorbodin@bjorbodin.is
Heimasíða: www.bjorbodin.is
Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman.
Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri.
16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.

Í bjórbaði liggur þú í stóru keri, sem fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir 25 mínútur ferðu úr baðinu og í slökunarherbergi í aðrar 25 mínútur.
Kerin eru einstök, handsmíðuð úr Kambala við frá litlu fjölskyldu fyrirtæki í Þýskalandi.

Heitir pottar Hauganesi 
Hafnargata 6, 621 Hauganes
Sími: 6201035
Netfang: elvar@ektafiskur.is
Heimasíða: www.ektafiskur.is
Heitu pottarnir á Hauganesi njóta sífelldra vinsælda. Þeir eru opnir allt árið. Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn á sólríkum góðviðrisdögum.

Í fjörunni hafa verið settir upp þrjár stórir heitir pottar auk Víkingaskipsins, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu. Aðgangseyrir (2023) er 1.000 kr á mann á dag, 500 kr fyrir börn 12 ára og yngri, hægt er að greiða með AUR í síma 892 9795.
Pottarnir eru opnir frá 9-20 og ekki er heimilt að nota þá utan þess tíma nema láta vita og skrá ábyrgðarmann (pottarnir kólna sjálfkrafa eftir kl 20). Hafið samband við Baccalá Bar, s. 620 1035.
Vöktun er á svæðinu með öryggismyndavélum, allir eru þar á eigin ábyrgð og eru beðnir um að ganga vel um!

Jarðböðin Mývatnssveit
Jarðbaðshólar, 660 Mývatn
Sími: 464 4411
Netfang: info@jardbodin.is
Heimasíða: www.jardbodin.is
Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði. Veitingasala er á staðnum með útsýni yfir baðlónið og Mývatn. Opið allt árið: Sumar: 10:00-23:00, Vetur: 12:00-22:00.  

Sjóböðin Húsavík
Vitaslóð 1, 640 Húsavík
Sími: 4641210
Netfang: geosea@geosea.is
Heimasiða: www.geosea.is

GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur. Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum, önnur er við eldri baðstað ofar á höfðanum en hin við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholunum í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum er ávallt hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring.
Böðin er opin alla dagar: 11:00-23:00

Grettislaug Sauðárkrók 
Reykir, Reykjaströnd, 551 Sauðárkrókur
Sími: 8417313
Netfang: jarlinn551@gmail.com
Facebook: reykirgrettislaug
Á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði eru tvær heitar náttúru laugar. Grettislaug og Jarlslaug. Á staðnum eru lítið kaffihús, gistihús og tjaldsvæði. Mikil náttúrufegurð er á svæðinu sem bæði er hægt að njóta ýmist í gönguferðum um svæðið eða einfaldlega úr laugunum. 

Laugin er opin 8.00 - 22.00 daglega (apríl til október - háð veðri). Verð (2023) kr 2000 ISK