Á Akureyri og á svæðinu í kring eru óteljandi staðir til að heimsækja - og fjöldi aðila sem bjóða upp á aðstoð við skipulagningu og framkvæmd ferða sem geta varað frá nokkrum tímum og upp í nokkra daga eða lengur. Aðilarnir sem bjóða upp á upp á slíka aðstoð eru fjölmargir.
Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi 1. janúar 2019 eiga allir sem skipuleggja, selja og framkvæma ferðir að vera með sérstakt leyfi frá Ferðamálastofu. Leyfin eru tvennskonar ferðaskrifstofa og ferðasali dagsferða. Sjá nánar um skilgreiningu leyfisskilmála á vef Ferðamálastofu
Ferðaskrifstofur hafa leyfi til að skipuleggja og framkvæma pakkaferðir, svo sem ferðir og gistingu óháð fjölda ferða, tíma eða dagafjölda.
Listi yfir allar viðurkenndar ferðaskrifstofur á Akureyri má finna á hlekknum hér fyrir framan og setjið Akureyri í leitargluggann til að finna þær sem skráðar eru hér á svæðinu.
Ferðasalar dagsferða hafa leyfi til að skipuleggja og framkvæma stakar ferðir sem fara ekki samfellt yfir 24 klst og sem innihalda ekki gistingu.
Listi yfir allar viðurkennda ferðasala dagsferða á Akureyri má finna á hlekknum hér fyrir framan og setjið Akureyri í leitargluggann til að finna þær sem skráðar eru hér á svæðinu.