Til baka

Rafmagnshlaupahjól

Rafmagnshlaupahjól eru þægileg í notkun til að ferðast á milli staða innanbæjar.
Fyrsta skrefið er að niðurhlaða smáforriti frá viðkomandi fyrirtæki, Hopp er eina núverandi fyrirtækið sem leigir út rafhlaupahjól á Akureyri, setja upp greiðslukort og síðan getur þú leitað upp laus hjól á þínu svæði.
Þegar þú finnur laust hjól þá skannarðu QR-kóðann, aflæsir (e. unlock) og rennur af stað!

Mundu að enda leigutímann í lok ferðarinnar með því að ýta á "End ride" og taka stæðismynd (e. parking picture), einnig geturðu sett pásu og haldið hjólinu fráteknu með því að ýta á "Pause ride" (þá læsist það).

Vinsamlegast virðið umferðarreglur og sýnið öðrum gangandi vegfarendum tillitsemi.

Fyrirtækið Hopp er með leigu á rafmagnshlaupafhjólum á Akureyri.
Startgjaldið hjá þeim er 100,- kr síðan kostar mínútan 30,- kr á meðan hjólið er leigt út.

Öryggisatriði:
Bara 18 ára og eldri geta leigt út hjólin.
Hjálmur fylgir ekki með hjólinu.
Stranglega bannað að vera tveir eða fleiri á hjólinu.
Einungis hjólið á hjóla- og gangstígum.
Stranglega bannað að hjóla undir áhrifum vímuefna.

Nánari upplýsingar
  • Þarft símaforrit til að leiga.
  • Aldurstakmark: 18 ára.
  • Hjálmur fylgir ekki með.