Til baka

Veiði gegnum ís

Fyrirtækið býður upp á mjög fjölbreyttar ferðir með leiðsögn í vötn og ár á Norðurlandi og víðar allt árið. Ferðir eiga bæði við um þá sem hafa aldrei prófað veiði sem og þá sem eru vanir veiðimenn og eru ferðirnar skipulagðar með þarfir hvers viðskiptavinar að leiðarljósi.

Iceland Fishing Guide
Njarðarnesi 6
IS-603 Akureyri
Sími: 660 1642 / 779 2220
Netfang: matti@icelandfishingguide.com
Heimasíða: www.icelandfishingguide.com

Ferðin hefst á klukkustundar akstri að Langavatni.
Langavatn er staðsett á hálendi svo það er frosið yfir frá desember fram í mars / apríl.
Í vatninu er mikið um litla bleikju og stóran urriða og það er ekki óvenjulegt að veiða allt að 15-20 bleikjur á dag og einstaka gríðarstóran urriða.
Það getur verið erfitt að komast að vatninu á vetrum og því nauðsynlegt að hafa góða jeppa sem fyrirtækið býður upp á.
Við bjóðum einnig upp á að sameina ferð með göngu, vélsleðaferð eða nota hesta sem samgöngur að vatninu.

Fyrirtækið býður upp á mjög fjölbreyttar ferðir með leiðsögn í vötn og ár á Norðurlandi og víðar allt árið. Ferðir eiga bæði við um þá sem hafa aldrei prófað veiði sem og þá sem eru vanir veiðimenn og eru ferðirnar skipulagðar með þarfir hvers viðskiptavinar að leiðarljósi.
 

Fyrir bókanir og fyrirspurnir er hægt að senda á matti@icelandfishingguide.com