Til baka

Skíða- og brettaskóli

Iceland Snowsports
Hlíðarfjalli
Sími: 840 6625
Netfang: info@icelandsnowsports.com
Heimasíða: icelandsnowsports.com
FB: Icelandsnowsports

Icelandsnowsports er skíðaskóli á Tröllaskaganum með aðsetur í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri. Þar starfa skíða-,bretta- og skíðagöngukennar með reynslu af kennslu víðsvegar um heiminn.

Boðið er upp á einka- og hópakennslur auk þess að vera með skíðaskóla alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga fyrir börn á aldrinum 5-15 ára. Skíðaskólinn fylgir opnunartímum í Hlíðarfjalli.

Hvort sem þú ert að koma í fyrsta skipti eða með meir reynslu þá er alltaf gott að fá kennslu til þess að auka færni og getu þína. Icelandsnowsports leggja metnað sinn í að upplifun þín í fjallinu verði sem best.

Einnig bjóða þau upp á fjallaskíða- og snjóflóðanámskeið í samstarfi við Avalanche Science. Námskeið þeirra eru viðurkennd innan AAA (American Avalanche Association)