Til baka

Skautahöllin á Akureyri

Skautasvellið í Skautahöllinni á Akureyri er opið fyrir gesti um helgar. Í skautahöllinni er hægt að fá leigða skauta og hjálma til afnots ásamt skerpingarþjónustu. Veitingarsala er opin á almenningstímum.

Opnunartímar
Föstudaga 13.00-16.00
Föstudagskvöld (Skautadiskó) 19.00-21.00
Laugardaga 13.00-16.00
Sunnudaga 13.00-16.00
(Sumarlokun maí-ágúst)

Tímapantanir og aðrar upplýsingar má finna á www.skauta.is

Skautahöllin er á rólegum stað í innbænum en fjölmörg söfn og áningarstaðir eru í næsta nágrenni. Skautahöllin var vígð árið 2000 en Skautafélag Akureyrar sér um daglegan rekstur skautahallarinnar. Æfingar deilda Skautafélagsins fara fram í húsinu alla daga vikunnar og viðburðir þeim tengdum flestar helgar vetrarins eins fara fram hokkíleikir, krullu- og listhlaupamót og sýningar.

Utan hefðbundina æfingar- og opnunartíma er hægt að fá svellið leigt til hópa og fyrirtækja.

Naustavegi 1
IS-600 Akureyri
Sími: 461 2440
Netfang: skautahollin@sasport.is
Heimasíða: skauta.is