Til baka

Snjóþrúguferðir

Wide Open Snjóþrúguferðir
Sími: 659 3992 og 697 5383
Heimasíða: www.wideopen.is
Netfang: info@wideopen.is

Ferðir Wide Open ganga út að komast burt frá fjöldanum og ganga um ósnortna náttúru í nágrenni Akureyrar. Þegar fjörðurinn er snævi þakinn er upplagt að skella á sig snjóþrúgum, fara í gönguferð og fá smá leiðsögn í leiðinni.

Fyrirtækið sér gestum fyrir hvers konar þrúgum eftir færð og veðri en það er alltaf hægt að fara í gönguferð, bara spurning um rétta útbúnaðinn. Þessi ganga krefst ekki sérstakrar kunnáttu og allir geta tekið þátt, óháð aldri þar sem hægt er að fá þrúgur í mörgum stærðum. Börn eru því sérstaklega velkomin með foreldrum eða forráðamönnum.

Leiðsögumenn tala ensku, íslensku, frönsku, spænsku og hollensku.