Til baka

Eyjafjörður 100 km malbik

Góð leið fyrir þá/þær sem vilja komast langa og skemmtilega leið á malbiki.

Hjólað er inn Eyjafjörðinn að vestan eins langt og malbikið nær eða uþb við bæinn Gullbrekku innarlega í firðinum. Þar er snúið við og hjólað að Miðbrautinni við Hrafagil þar sem farið er yfir á austurbakkann upp Laugalandsbrekkuna.

Þegar komið er að Eyjafjarðarbraut eystri 829 er haldið til vinstri/norðurs og hjólað að ósum Eyjafjarðarár, þar er beygt til hægri inn á Veigastaðarveg nr 828.

Við gatnamótin að Vaðlaheiðarveg er sveigt til vinstri, niður að þjóðvegi 1. Þar er aftur tekin vinstribeygja og þjóðveginum fylgt aftur til Akureyrar og að Hofi.

Við Hof er sveigt til hægri og Strandgötu fylgt yfir á Hjalteyrargötu og síðan Krossanesbraut. Áður en komið er að Krossanesi er beygt inn á Hliðarbraut og henni fylgt á enda og yfir brúnna á Gleránni þar er sveigt inn á Súluveg/Miðhúsabraut og haldið áfram til móts við kirkjugarða Akureyrar.
Þar er beygt inn á Þórunnarstræti og henni fylgt á enda, við Glerárgötu er beygt til hægri og hringnum lokið við Hof.

Þessi leið er "handteiknuð" og nær ekki nákvæmlega réttri km tölu en er í raun um 100 km

 

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar


Lengd:
100 km (hringur)

Erfiðleika stig:
létt

Hækkun:
750 m

Upphaf & Endir:
Hof