Til baka

Lögmannshlíðin

Fjölbreyttur hringur sem fer eftir göngu- og hjólastígum efri hluta bæjarins (Gilja- og Síðuhverfi) upp nýjan stíg að Lónsbakka og síðan upp í Lögmannshíðina, framhjá sveitabæjum, skógrækt, Lögmannshlíðarkirkju og hesthúsahverfi.

Leiðin fer í bland eftir malbikuðum stígum og eftir malarvegi í Lögmannshlíðinni. Vegurinn um Lögmannshlíðina er akvegur en ekki er mikil umferð um veginn, helst ber að gæta að hestamenn nýta veginn og þarf þá að taka tillit til hestanna m.a. með því að stöðva hjólin á meðan þeim er mætt.

 

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 8,6 km

Erfiðleika stig: Létt/miðlungs

Hækkun: 130 m

Upphaf & Endir: Bílastæði við Norðurorku