Til baka

Hlíðarfjall - Hæfnisbraut (Skillpark)

Sumarið 2021 var opnuð hæfnisbraut (skillpark) upp í Hlíðarfjalli sem gerð var í samstarfi milli Akureyrarbæjar, Magne Kvam og Hjólreiðafélags Akureyrar.
Svæðið er staðsett á útivistarsvæðinu fyrir ofan gömlu vélageymsluna rétt hjá gamla skíðahótelinu/bílastæðinu.

Hæfnisbrautin er gerð fyrir fjallahjól og er tilvalin vettvangur til að leika sér og/eða auka hæfni sína eða öðlast frekar öryggi þegar kemur að viðbætur s.s. stökkpalla, lendingarsvæði og sveigjur.

Rétt hjá hæfnisbrautinni eru nokkrar fjallahjólaleiðir upp í Strýtu m.a. Andrés ef einhverjir vilja prófa fleira skemmtilegt.

 

 

 

Trailforks.com

 

Nánari upplýsingar

Vinsamlegast athugið:
Ökutæki sem nota eldsneyti eru ekki leyfileg á útivistarsvæðinu.
Stór hluti neysluvatns Akureyringa kemur úr Hlíðarfjalli og mengunarslys myndi gera lindirnar óhæfar.