Til baka

Krossanesborgir

Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Hjólaleiðin liggur um moldar og grasivaxna stíga/troðninga og yfir pallabrýr yfir votlendi. Svæðið er hæðótt og stígarnir sumstaðar frekar þröngir. 

Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, sem myndar berggrunn Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra. Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.
Heimild: heimasíða Umhverfisstofnunar.

Upplýsingaskilti eru víðsvegar um borgirnar
Skilti yfir gönguleiðir
Yfirlitsskilti
Vatnsveitan
Votlendisplöntur
Endur
Tré og runnar
Mófuglar
Jarðfræði
Eyðibýlið Lónsgerði
Rjúpa
Mávar
Stríðsminjar

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

 

Lengd: 4,2 km

Erfiðleika stig: Létt (miðlungs)

Hækkun: 50 m

Upphaf & Endir: Bílastæðið Krossanesborgum (við Bykó)