Til baka

Hrafnagilsstígurinn

Þægileg og góð hjólaleið frá Hofi og inn í Eyjafjörðinn, vestan við Eyjafarðarár í Hrafnagili.
Hjólaleiðin liggur eftir Strandstígnum meðfram Pollinum, fram hjá Leirunesti, flugvellinum og við gatnamótin við Kjarnaskóg er farið yfir þjóðveginn og haldið áfram inn að Hrafnagili vestan megin (hægri) við Eyjafjarðarbrautina/þjóðveginn.

Ef það er vilji að gera meira úr ferðinni, þá er hægt að fara í sundlaugina í Hrafnagili (Sjá opnunartíma og verð) áður en haldið er heim á leið. Eða jafnvel líta við í Jólagarðinum eða koma við í Hælinu - setur um sögu berklanna í Kristnesi.

 

Powered by Wikiloc

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 13 km önnur leiðin (26 km fram og tilbaka)

Erfiðleikastig: Létt

Undirlag: Malbik

Hækkun: 8 m 

Upphaf & endir: Hof & Hrafnagilsskóli