Til baka

Hlíðarfjall - fjallabrun

Krefjandi fjallahjólabraut frá Strýtu og niður að veginum inn að stíflu.

Þessi braut er vinsælasta fjallahjólaleiðin niður Hlíðarfjall og endar við Gleránna, leiðin sjálf er í tveim hlutum "Old Downhill" sem byrjar sunnan við Strýtu og endar við upphaf stólalyftunnar (Fjarkann)  og "Hrúturinn" sem byrjar við stólalyftuna og endar við veginn fyrir ofan Gleránna.

Hægt er að hjóla að upphafi leiðarinnar eftir vegslóða sem byrjar fyrir norðan stólalyftuna (Fjarkann) og upp í Strýtu. Á sumrin (Sjá opnunartíma) er hægt að taka hjólið með í stólalyftuna (Fjarkann) upp í Strýtu og koma sér þaðan á upphafstað slóðarinnar. 

 

Downhill - All The Way on Trailforks.com

 

Nánari upplýsingar

Lengd: 2.6 km

Erfiðleikastig: Krefjandi

Upphækkun: 767 m

Upphaf & endir: Strýta (Hlíðarfjall) / Glerá

Bílastæði: Hlíðarfjall