Til baka

Hrafnagilsstígurinn

Þægileg gönguleið sem er aðgengileg allt árið um kring. Ef gengið er alla leiðina er hún 11 km aðra leið en það er lítið mál að ganga aðeins hluta hennar. Leiðin er malbikuð og því þægileg fyrir alla. Einnig er hægt að hjóla leiðina á sumrin og fara á  gönguskíðum á veturna. Leiðin liggur frá Akureyri að Hrafnagili, þar sem Jólagarðurinn er staðsettur.

Hér er kort af leiðinni.