Til baka

Kjarnaskógur

Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um 800 hektara að stærð. Við upphaf skógræktar á svæðinu um 1950 var landið skóglaust með öllu. Síðan þá hefur verið plantað um 1.5 milljónum plantna og er þar mikil gróðursæld og gott skjól.
Í skóginum má m.a. finna:
* Þrjú leiksvæði með fjölda leiktækja
* Blakvelli
* Yfirbyggða grillaðstöðu sem hentar jafnt einstaklingum sem hópum
* Stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins (í skóglendi) með allt að 20 km troðnum brautum, þar af eru 6 km upplýstir. Athugið að  hægt er að nálgast upplýsingar um færðgönguskíðasvæðisins í síma 878 4050
*Fyrstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins
* Um 12 km af malarbornum stígum, þar af eru 6 km upplýstir, auk fjölda annarra skógarstíga. Sjá kort af gönguleiðum 
* Snyrtingar og vatnsbrunn

Svæðið er í eigu Akureyrarbæjar en í umsjá Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Kjarnaskógur
IS-600 Akureyri
Sími: 462 4047
Netfang: kjarni@est.is
Heimasíða: www.skog.is/skograektarfelag-eyfirdinga/

Kort af svæðinu og gönguleiðunum. 

Hér má finna kort af gönguleið um svæðið sem liggur að skálanum í Gamla.