Til baka

Skólavarðan

Gönguleiðin að Skólavörðunni í Vaðlaheiði er vinsæl meðal heimamanna.  Hægt er að velja um þrjár mismunandi leiðir.

Leið A 
Upphafspunkturinn er hér, aðeins fyrir ofan gatnamótin á Veigastaðaveg og Vaðlaheiðaveg, en þar er skilti merkt Skólavarða við veginn og bílastæði ( vinstramegin við veginn ef haldið er aðeins ofar eftir Vaðlaheiðarveginum). Leiðin upp að skólavörðunni er stikuð og fremur auðveld yfirferðar en þó nokkuð brött og blaut á köflum. Þaðan er fallegt útsýni yfir Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn. Sjá kort neðar á síðunni.

Leið B 
Upphafspunkturinn er við Eyrarland, við Veigastaðaveginn en aðeins sunnar/neðar en leið A). Þar má finna skilti við veginn merkt Skólavarða. Leiðin er stikuð og fremur auðveld yfirferðar ekki eins brött og leið A, en lengri.  Hún er einnig hluti af leiðinni um Þingmannaleiðinna og upp á Þingmannahnjúk en til að komast að vörðunni er beygt af til norðurs þegar ofar kemur og sem leið liggur að Skólavörðunni. Þaðan sem fallegt útsýni er yfir Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn. 

Leið C
Liggur frá gamla Vaðlaheiðaveginum. Upphafspunkturinn (Hnit: 65.742122, -18.002652) er efst uppi á heiðinni, en þar má finna vegslóða sem fylgt er inn að vörðunni. Annaðhvort þarf að ganga upp á heiðina eftir gamla Vaðlaheiðaveginum eða aka. Athugið að vegurinn er malarvegur sem er aðeins opinn fyrir bíla yfir há sumarið. Hann er ekki þjónustaður og ekki góður yfirferðar fyrir minni bíla

Leiðin suður að Skólavörðu frá há heiðinni er um 6,5 km, fremur auðveld yfirferðar og nokkuð slétt. Hún hentar einnig fyrir fjallahjól. Þó ber að gæta þess að hún getur verið blaut lengi fram eftir sumri og jafnvel allt sumarið. Af leiðinni er fallegt útsýni yfir Akureyri og inn og út Eyjafjörðinn.

 

Sjá leið A á googlemaps

Leið A á Google Maps og á Wickiloc.com

 

 

Skólavarða on Trailforks.com

 

 

Nánari upplýsingar

Leið A:
Lengd:
 5.5 km (fram og tilbaka)

Tími: 2+klst

Gönguhækkun: 554 m

Undirlag: Náttúruslóði 

Upphaf/Endir: Við Vaðlaheiðarveg

Bílastæði: Við Vaðlaheiðarveg

Áhugaverðir staðir: Skólavarðan, útsýni

 Varúð: Moldarstígar gera leiðina auðveldlega hála, mikilvægt að hafa góða skó og mælt með göngustöfum.