Til baka

Laugardagsviðburður í Davíðshúsi

Umsókn um verkefnastyrk á Listasumri 2020

Laugardagsviðburður í Davíðshúsi eða Minjasafninu á Akureyri

 

Veittir verða 4 styrkir til stakra þriðjudagsviðburða í húsnæði Gilfélagsins, Deiglunni.
Hver styrkur er 50.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Deiglunni degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Gilfélagsins, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum, aðgangur að uppsetningarbúnaði Deiglunnar. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

 

Veittir verða 4 styrkir til stakra miðvikudagsviðburða í Listasafninu á Akureyri.
Hver styrkur er 50.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að rými í Listasafninu degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og á listak.is, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

 

Veittir verða 4 styrkir til stakra fimmtudagsviðburða í Menningarhúsinu Hofi.
Hver styrkur er 65.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Nausti, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og MAK, aðgangur að borðum og stólum. Einnig er hægt að fá aðgang að starfsfólki, tækjabúnaði og miðasölukerfi MAK gegn hóflegu gjaldi.

 

Veittir verða 4 styrkir til stakra laugardagsviðburða í Davíðshúsi eða Minjasafninu á Akureyri.
Hver styrkur er 35.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Davíðshúsi/Minjasafni, æfing fyrir viðburð daginn áður eða fyrr, starfsfólk Davíðshúss og Minjasafnsins verður til aðstoðar og sér um að stóla og auglýsa viðburðinn. Aðgangur að einföldu hljóðkerfi.

 

Veittir verða 3 styrkir til helgarviðburða í húsnæði Gilfélagsins, Deiglunni.
Hver styrkur er 65.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Deiglunni degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Gilfélagsins, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum, aðgangur að uppsetningarbúnaði Deiglunnar. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

 

Eingreiðslan er veitt að viðburði loknum og þarf styrkþegi að skila stuttri greinargerð um viðburðinn, aðsókn og hvernig til tókst í netfangið listasumar@akureyri.is.

Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi, aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 26. febrúar.


Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is

 

Upplýsingar um umsækjanda
Á ekki við þegar sótt er um í eigin nafni
Laugardagsviðburður í Davíðshúsi eða Minjasafninu á Akureyri
jpeg skrá
Koma skal fram lýsing á dagskrá, áætluð tímalengd og markhópur
Viðburðarstaður

* Bæði söfnin eru opin fyrir viðburði milli kl. 12-16

Ef umsækjandi hyggst sækja um fyrir laugardagsviðburði hvaða dagsetningar koma til greinaMælt er með því að merkt sé við allar dagsetningar sem koma til greina
Tilgeina skal verkþætti og upphæðir í krónum
Fylgigögn

 

Ef um er að ræða fylgigögn sem ekki er hægt að skila rafrænt, má skila þeim í þjónustuver Ráðhúss merkt: Verkefnastyrkur Listasumars. Mikilvægt er að nafn og kennitala fylgi gögnunum.