Til baka

Listasmiðjustyrkir á Listasumri

Umsókn um Listasmiðjustyrk á Listasumri 2020

2ja daga og 3ja daga listasmiðjur í Rósenborg

 

Veittir verða 2 styrkir til 3ja daga listasmiðju í húsnæði Rósenborgar.
Hver styrkur er 120.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Rósenborg, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Rósenborgar, aðgangur að tækjabúnaði, borðum og stólum, bókað sýningarrými fyrir afrakstur í Rósenborg á Akureyrarvöku og merktur viðburður í dagskrá Akureyrarvöku. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

 

Veittir verða 2 styrkir til 2ja daga listasmiðju í húsnæði Rósenborgar.
Hver styrkur er 80.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Rósenborg, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Rósenborgar, aðgangur að tækjabúnaði, borðum og stólum, bókað sýningarrými fyrir afrakstur í Rósenborg á Akureyrarvöku og merktur viðburður í dagskrá Akureyrarvöku. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

 

Ætlast er til að listasmiðjurnar fari fram á tímabilinu 6. júlí. - 17. júlí og gert ráð fyrir sýningu á afrakstri á Akureyrarvöku í Rósenborg. Mælt er með hóflegu þátttökugjaldi sem nota má fyrir efniskostnaði og/eða öðrum verkþáttum.

 

Eingreiðslan er veitt að viðburði loknum og þarf styrkþegi að skila stuttri greinargerð um viðburðinn, aðsókn og hvernig til tókst í netfangið listasumar@akureyri.is.

Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi, aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 26. febrúar.


Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is

 

Upplýsingar um umsækjanda
Á ekki við þegar sótt er um í eigin nafni
Listasmiðja í Rósenborg
jpeg skrá
Koma skal fram lýsing á dagskrá, áætluð tímalengd og markhópur
Ef umsækjandi hyggst sækja um fyrir listasmiðju í húsnæði Rósenborgar. Hvor lengdin kemur til greina

Mælt er með því að merkt sé við báðar lengdir ef mögulegt
Hvor af eftirfarandi vikum kemur til greina

Mælt er með því að merkt sé við allar dagsetningar sem koma til greina
Tilgeina skal verkþætti og upphæðir í krónum
Fylgigögn

 

Ef um er að ræða fylgigögn sem ekki er hægt að skila rafrænt, má skila þeim í þjónustuver Ráðhúss merkt: Listasmiðjustyrkur Listasumars. Mikilvægt er að nafn og kennitala fylgi gögnunum.