Til baka

Skráning fyrir bíómiða

Má bjóða þér á upphafsmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri miðvikudaginn 8. febrúar kl. 17.00 í Sambíóunum Akureyri?

Grand Marin / Sjókonan ger­ist við Íslands­strend­ur og er fram­leidd af Bene­dikt Erl­ings­syni og í auka­hlut­verk­um eru meðal ann­ars Björn Hlyn­ur Har­alds­son og Hjört­ur Jó­hann Jó­hanns­son. Hún fjall­ar um Lili sem hef­ur yf­ir­gefið allt sem hún þekk­ir til að elta draum sinn um að ferðast um heim­inn og veiða í Norður­sjón­um. Mynd­in var að miklu leyti tek­in upp á Íslandi.  

Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.

Aðalhlutverk: Dinara Drukarova, Sam Louwyck, Björn Hlynur Haraldsson.
Lengd: 84 mín.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.

Fjöldi bíómiða