Til baka

Skráning fyrir bíómiða

Má bjóða þér í bíó í tilefni Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17.00 í Sambíóunum Akureyri?

Final Cut / Coupez er stórkostleg gamanmynd þar sem hópur kvikmyndagerðarmanna lendir í kröppum dansi í tökum á lítilli uppvakningamynd, þar sem hlutinir flækjast þegar alvöru uppvakningar fara trufla framleiðsluna!

Myndin, sem var opnunarmynd Cannes kvikmyndahátíðarinnar 2022 og er endurgerð á hinni stórkostlegu One Cut of the Dead.

Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.

Aðalhlutverk: Romain Duris, Bérénice Bejo, Grégory Gadebois.
Lengd: 110 mín.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.

Fjöldi bíómiða