Til baka

Skráning fyrir bíómiða

Má bjóða þér frítt í bíó í tilefni Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri Sunnudaginn 25. febrúar kl. 17.00 í Sambíóunum Akureyri?

Anatomie d'une chute / Fallið er hátt - Dularfull spennumynd sem skartar stórleikkonunni Söndru Hüller (Toni Erdmann) sem leikur þýskan rithöfund sem er ákærð fyrir morð á eiginmanni sínum. En ekki er allt sem sýnist ...

Vinningsmynd Gullpálmans á kvikmyndahátíðinni Cannes 2023. Myndin var valin besta myndin á Golden Globes og fékk einnig verðlaun fyrir besta handritið! Myndin var valin sú besta á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.

Myndin er tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna 2024, m.a. sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn.

Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.
Ekki við hæfi yngri en 12 ára.

Aðalhlutverk: Sandra Hüller, Milo Machado-Graner, Swann Arlaud
Leikstjóri: Justine Triet
Lengd: 151 mín.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri, True North og Akureyrarbæ.

Fjöldi bíómiða