Til baka

Skráning fyrir bíómiða

Má bjóða þér frítt í bíó í tilefni Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri miðvikudaginn 21. febrúar kl. 17.00 í Sambíóunum Akureyri?

L´INNOCENT/Hinn saklausi er stórskemmtileg gamanmynd þar sem glæpir og rómantík ráða ríkjum! Hlátursprengja sem þú vilt ekki láta fram hjá þér fara!

Við fylgjumst með Abel sem kemst að því að móðir hans er í þann mund að fara giftast fanga sem er að losna úr fangelsi. Hann tekur því vægast sagt illa og reynir allt til þess að afstýra sambandinu. Þangað til að hann hittir nýja stjúpföður sinn, þá breytist allt …

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes 2022, hlaut 11 tilnefningar til Cesar verðlaunanna í Frakklandi þar sem hún vann fyrir besta frumsamda handritið og bestu leikkonu í aukahlutverki (Noémie Merlant)

Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.
Ekki við hæfi yngri en 12 ára.

Aðalhlutverk: Louis Garrel, Roschdy Zem, Noémie Merlant
Leikstjóri: Louis Garrel
Lengd: 99 mín.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri, True North og Akureyrarbæ.

Fjöldi bíómiða