Má bjóða þér frítt í bíó í tilefni Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.00 í Sambíóunum Akureyri?
Les femmes au balcon/Konurnar á svölunum
Þegar hitabylgja skellur á í hverfinu Marseille byrja þrjár stúlkur að daðra við nágranna sinn af svölunum. Úr verður að þau ákveða að fá sér drykk saman heima hjá honum seint um kvöld ... en þá breytist allt!
Noémie Merlant (A portrait of a Lady on Fire) leikstýrir sinni annari kvikmynd, sem hún leikur einnig eitt aðalhlutverkið í, skrifar myndina með Celíne Sciamma.
Myndin verður sýnd á frönsku með íslenskum texta.
Ekki við hæfi yngri en 16 ára.
Aðalhlutverk: Souheila Yacoub, Noémie Merlant, Annie Mercier, Sanda Codreanu
Leikstjóri: Noémie Merlant
Lengd: 105 mín.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís, Myndform og Sambíóin. Skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Français og Akureyrarbæ.