Til baka

Skráning fyrir bíómiða - Miséricorde

Má bjóða þér frítt í bíó í tilefni Frönsku kvikmyndahátíðarinnar á Akureyri miðvikudaginn 12. febrúar kl. 17.00 í Sambíóunum Akureyri?

Miséricorde/Miskunn 

Jérémie er mættur í heimabæ sinn í jarðarför fyrrverandi yfirmanns síns, sem er bakarinn í þorpinu. Hann ákveður að staldra við í nokkra daga og búa hjá ekkju mannsins.

Dularfullt mannshvarf, ógnandi nágranni og prestur sem ekki er allur þar sem hann er séður....

Misericordia (Miséricorde) er kvikmynd sem sló í gegn á Cannes 2024 í leikstjórn Alain Guiraudie (Stranger by the Lake, Staying Vertical) sem þú vilt ekki missa af!

Myndin verður sýnd á frönsku með enskum texta.
Ekki við hæfi yngri en 16 ára.

Aðalhlutverk: Félix Kysyl, Catherine Frot, Jean-Baptiste Durand, Jacques Develay.
Leikstjóri: Alain Guiraudie
Lengd: 102 mín.

Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís, Myndform og Sambíóin. Skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Français og Akureyrarbæ.

Fjöldi bíómiða