Til baka

Súpufundur 18. febrúar

Annar súpufundur ferðaþjónustunnar á þessu ári verður haldinn, þriðjudaginn 18. febrúar kl. 11.30 - 13.00

Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð.

Boðið upp á matarmiklasúpu, salat & kaffi á kr. 2000 sem greiðist á staðnum.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 17. febrúar hér fyrir neðan.

DAGSKRÁ:

11.30   Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendur

11.45 Millilandaflug á AEY, staða og horfur
Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Markaðsstofu Norðurlands

12.05 Matarstígur í Eyjafjarðarsveit
Kynning á nýju verkefni ferðaþjónustuaðila í Eyjafjarðarsveit
Karl Jónsson, fulltrúi undirbúningsstjórnar matarstígsins

12.20 Vörumerkið Diamond Circle
Björn H. Reynisson, verkefnastjóri Markaðsstofu Norðurlands

12.30 A Community Based Approach for Sustainable and Responsible Tourism Development - kynning á ensku
Óspillt náttúra er það sem helst dregur ferðamenn til Íslands. Hins vegar hefur fátt verið gert til að stýra för þeirra um landið og byggja upp viðunandi aðstöðu til náttúruskoðunar. Brýnt er að þróa náttúruskoðun á sjálfbæran og ábyrgað hátt í samráði við hagsmunaaðila víðsvegar um landið. Jessica Aquino fjallar í erindi sínu um mikilvægi þess að ferðamennskan sé samfélagslega ábyrg og þróuð í samráði við íbúa og sveitarstjórnir á hverjum stað.
Jessica Faustini Aquino, Ph.D. Lektors/Assistant Professor ferðamáladeild/Department of Rural Tourism, Háskólanum á Hólum & Head of Tourism Research Department, Selasetur Íslands.

12.50 Iceland Winter Games 2020
Elva Dögg Pálsdóttir og Sólveig Árnadóttir – umsjónarmenn IWG2020

13.00 Fundarlok

Fundarstjóri: Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu.

Stefnt er að næstu súpufundum:
17.mars og 21 eða 28.apríl.
Óskir um efni inn á fundina má senda á mariat@akureyri.is

Skráðu nöfn þátttakenda á fundinum með kommu á milli.
captcha