Til baka

Súpufundur 21. janúar

Sæl öll,

Fyrsti súpufundur ferðaþjónustunnar á nýju ári verður haldinn, þriðjudaginn 21. janúar kl. 11.30 - 13.00
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð.
Boðið upp á matarmiklasúpu, salat, kaffi & súkkulaði á kr. 2000 sem greiðist á staðnum.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 20. janúar hér fyrir neðan.

DAGSKRÁ:

11.30   Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendur
11.45  Eru upplýsingamiðstöðvar ferðamanna tímaskekkja?
Ferðamálastofa hefur f.h. ríkisins ákveðið að hætta beinum stuðningi við upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á Íslandi sem mun setja strik í reikninginn í rekstri þeirra. Farið yfir stöðu og verkefni upplýsingamiðstöðarinnar á Akureyri og hvað er í deiglunni. Umræður.
Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Akureyrarstofu
12.10   F
erðamenn í Hrísey sumarið 2019
Fjallað um helstu niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðamanna í Hrísey. Hvar liggja tækifærin í markaðssetningu eyjunnar? 
& ný heimasíða visitakureyri
Örstutt kynning á nýrri útgáfu heimasíðunnar Visitakureyri.is.
Ragnar Hólm, verkefnastjóri Akureyrarstofu
12.30   Arctic Coast Way
Staða verkefnisins, hvernig nota má verkefnið í markaðssetningu og um verkefnið "Taste the Arctic Coast Way". 
Christiane Stadler, verkefnastjóri Markaðstofu Norðurlands.
12.45   Kynning á Ratsjánni á Norðurlandi eystra
Ratsjáin er þróunar- og nýsköpunarverkefni ætlað stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum. Markmið verkefnisins er bætt afkoma ferðaþjónustufyrirtækja með því að greina tækifæri til nýsköpunar og styrkja enn frekar þekkingu, færni og tengsl stjórnenda.

Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar og er unnin með stuðningi af Byggðaáætlun.
Selma Dögg Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands
13.00   Fundarlok

Fundarstjóri: Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri Akureyrarstofu.

Stefnt er að næstu súpufundum:
18.febrúar, 17.mars og 21 eða 28.apríl.
Óskir um efni inn á fundina má senda á mariat@akureyri.is

Athugið að þriðjudaginn 21. janúar verða tveir aðrir ferðaþjónustufundir haldnir í Reykjavík (á vegum Vegagerðarinnar og Ferðamálastofu/Íslenska ferðaklasans) sem báðum verður streymt. Hádegisfundi Ferðmálastofu/Íslenska ferðaklasans verður þar að auki tekin upp og hægt að nálgast upptökuna eftir fundinn.
1) Vegagerðin: Hvar stoppa ferðamenn? kl. 08.00-10.00
https://www.facebook.com/events/471602823795236/
2) Rekstur og efnahagur í ferðaþjónustu  - hádegisfyrirlestur kl. 12.00-13.00 https://www.facebook.com/events/788206445030798/

Skráðu nöfn þátttakenda á fundinum með kommu á milli.
captcha