Til baka

Gránufélagið

Mynd af skiltinu / Picture of the sign

Íslenskur texti
English text

****

Gránufélagið

Fram yfir 1870 var lítill grundvöllur til byggðar á Oddeyri. Þar var enga vinnu að hafa og langt að sækja í kaupstaðinn (gömlu Akureyrina) enda kom vegur milli bæjarhlutanna ekki fyrr en um 1892 og stundum ófært þangað sökum illviðra og snjóa. Það var ekki fyrr en íslenskt verslunarfélag, Gránufélagið, tók að hreiðra um sig á eyrinni að alvöru uppbygging Oddeyrar sem eins af hverfum Akureyra kaupstaðar hófst. Félagið var stofnað 1869 og festi þá kaup á gamalli franskri fiskiskútu sem skírð var Grána og breytt í kaupskip til að flytja vörur til og frá Íslandi. Tveimur árum síðar keypti Gránufélagið stóran hluta Oddeyrar og hóf verslun í öðru af tveimur húsum er þá stóðu á eyrinni, gamla Lundi. Þar með var dönskum kaupmönnum, sem þá voru allsráðandi í Akureyrarverslun, sagt stríð á hendur. Gránufélagið hafði ekkert með alla eyrina að gera og hóf því snemma að selja einstaklingum skika og úthluta lóðum. Á sumum þessara bletta voru ræktuð tún, á öðrum reist hús og neðst á eyrinni voru lendingarstaðir, fyrst fyrir hákarlaskip og seinna síldveiðiflota bæjarbúa. Þar spruttu líka fram bryggjur og á fjörukambinum voru smíðuð skip. Á fyrri hluta 20. aldar og fram í seinni heimsstyrjöld var helsti sorplosunarstaður bæjarbúa fyrir norðan og neðan Gránufélagshúsin þar sem ösku og öðrum úrgangi var fleygt í stórt og mikið sjávarsíki. Það er nú löngu horfið en í þess stað komnar götur og enn fleiri hús. 

Myndatextar:

Stóra myndin Oddeyrartangi og Ósinn 1931. Haustið 1929 fékk Shell leyfi til að reisa olíugeyma á Tanganum, við hlið geymanna standa síldveiðiskip á þurru landi og bíða næstu vertíðar. Fiskreitir eru allt í kringum Ósinn þar sem saltfiskur var þveginn og þurrkaður úti undir berum himni. Gránufélagshúsin lengst til hægri eru einu húsin sem enn standa. 

Minni myndir:
* Vélsmiðja Odda árið 1954 en fyrirtækið var starfræk í Gránufélags-húsunum 1943 – 1993. Í upphafi var áherslan á viðgerðir báta en seinna á almennar vélaviðgerðir og nýsmíði.
* Á Oddeyrartanga um 1930. Þar var brædd hákarlalifur og smíðuð skip úti undir berum himniog á bryggjunum söltuðu konur síld.
* Strandgatan um 1920. Bryggjurnar í fjörunni voru settar fram á vorin og teknar upp á haustin. Gránufélagshúsin eru fremst á myndinni. 
* Mannlíf við Strandgötu um 1905. Bændur lögðu inn framleiðslu sína til Gránufélagsins og tóku út varning á móti.
* Gránufélagshúsin um 1890. Þau eru í raun þrjú sambyggð hús. Húsið lengst til vinstri kom frá Vestdalseyri við Seyðisfjörð 1873, húsið lengst til hægri kom frá Skjaldarvík 1876 og miðjuhúsið var byggt 1878.


 

Gránufélagið - Fight against Monopoly

There was little incentive to build on Oddeyri - no work and far from the centre of Akureyri. No roads were built until around 1892, so communications were difficult in inclement weather. However, in 1869, the coming of the Icelandic commercial enterprise, Gránufélag, saw Oddeyri’s inclusion into Akureyri township. The company’s boat, Grána, transported goods to and from Iceland. Two years later the company set up a store in the building Lundur, sparking fierce competition with Danish tradesmen who had held a monopoly over Akureyri’s commercial business. But Gránufélag did not require all their land and sold off small pieces to the townspeople. Some for pasture, others for house building. By the shore were landing places for shark fishers, and later herring boats. Piers sprang up, and on higher ground, vessels were built. From the early 20th century and up to WWII refuse was disposed of below and to the north of Gránufélag’s premises. Ash and other waste was thrown into a very large tidal pool, long gone to make way for streets and houses.

 

Big picture:
Oddeyri Point and the Estuary 1931. In autumn 1929 Shell obtained permission to build oil tanks on the Point. Herring boats onshore await the next season. Around the Estuary are plots for the open air washing and drying of salted fish. Gránufélag buildings far right are the only houses remaining from this period.

 

Smaller photos:
Oddi Machine Shop, 1954. Originally boat repairs, later general machinery, and newbuildings. 
Oddeyrartangi around1930. Shark liver oil was processed, ships built   in the open air, and on the pier women salted herring.
Strandgata around 1920. Piers were erected in spring and removed in autumn. Gránufélag in the foreground.
Life on Strandgata around 1905. Farmers exchanged their produce for goods.
Gránufélag's premises around 1890; in reality three attached houses. The building farthest left was transported from Vestdalseyri, Seyðisfjörður in 1873, the one farthest right from Skjaldarvík in 1876, and the centre house was built in 1878.