Til baka

Gamla Akureyri

Íslenskur texti
English text

Gamla Akureyri

Akureyri ÖfjordSaga bæjarins byrjað þar sem fyrst hét Akureyri. Eyrin myndaðist af framburði Búðarlækjar sem rann niður Búðargil og til sjávar. Akureyri dregur nafn sitt af löngu horfnum akri. Ef til vill var hann í Búðargili eða á höfðanum þar sem nú er kirkjugarður bæjarins.

Akureyrar er fyrst getið á 16. öld. Þegar verslunareinokun komst á 1602 varð Akureyri – sem þá hét í opinberum gögnum „Öfjord Handelsted“ – einn af löggiltum verslunarstöðum landsins en utan þeirra mátti enginn stunda kaupskap. Fyrstu húsin voru verslunar- og geymsluhús en íbúðarhús reis ekki fyrr en 1778 þar sem dönsku kaupmennirnir, er stjórnuðu versluninni, máttu ekki stunda nein viðskipti á Íslandi yfir vetrartímann né eiga þar fasta búsetu. En tímarnir breyttust og 29. ágúst 1862 varð Akureyri kaupstaður. Íbúar hins nýja kaupstaðar voru 294 talsins og bjuggu í þremur hverfum: inni í Fjöru, í Búðargili og á Akureyrinni þar sem hjartað sló. Enda þótt eyrin sé horfin úr landslaginu er hún engu að Hoepfnersíður skýrt afmörkuð af götunum Hafnarstræti og Aðalstræti. Á milli þeirra er gamla Akureyrin.

Nú eru hverfin þrjú í sameiningu kölluð Innbærinn. Þar blasa við tvær glæsibyggingar, Tuliniusarhús sunnar, byggt 1902, og Höepfnershús norðar, reist 1911. Þessi tvö reisulegu timburhús voru byggð sem verslunar- og íbúðarhús og minna á að hér var miðbær Akureyrar fram yfir aldamótin 1900. Skipin lögðust að bryggjunum austan við húsin, erlendar vörur streymdu í land og íslenskar landbúnaðarvörur fylltu lestar skipanna. Þegar kom fram yfir 1850 bættist hákarlalýsi við útflutningsvörur Eyfirðinga og 1879 hófst fyrsta síldveiðiævintýrið á firðinum.

Kaupmaðurinn Otto F. Tulinius byggði Tuliniusarhús árið 1902. Höepfnershús var reist 1911, eign samnefndar verslunar. Seinna rak Kaupfélag Eyfirðinga lengi verslun í húsinu. Búðarlækurinn rann til sjávar á milli húsanna og var Hafnarstræti brúað yfir Tuliniusarhuslækinn. Lækurinn var aldrei mikill en samt drukknaði í honum maður – sem varð (ljótt að segja þetta) bæjarbúum til láns. Sá hét Jóhann Jakob Mohr, fæddur á Akureyri í apríl 1806. Mohr var af akureyrskum aðli, faðir hans var danskur verslunarstjóri og bar sig sem slíkur. En hann var vínhneigður um skör fram sem varð honum að aldurtila. Eitt sinn sem oftar hafði Mohr fengið sér duglega neðan í því. Hann var því orðinn æði óstöðugur á fótunum þegar hann rambaði af stað heimleiðis. Engin vitni voru að því er á eftir fór en vísast hefur hann dottið í Búðarlækinn sem var Akureyri Verslunnánast þurr eða hreinlega lagt sig þar út af. Um nóttina gerði asahláku og úrhellis rigningu og lækurinn vaknaði hressilega til lífsins. Það gerði hins vegar kaupmannssonurinn ekki sem fannst drukknaður um morguninn. Þetta var í desember 1865. Hið grátbroslega við þetta var hins vegar að fáeinum árum síðar bjargaði arfshlutur hins drykkfellda Mohrs, sem hann fékk eftir bróður sinn, Akureyringum frá því vonda hlutskipti að selja kirkjuna sína á nauðungaruppboði. Mohr hafði þegið úr fátækrasjóði bæjarins sem fékk nú endurgreiddan fátækrastyrkinn, um 400 ríkisdali, og var öll fjárhæðin notuð til að greiða niður skuldir er hvíldu á kirkjunni.

 

Vestan Hafnarstrætis, andspænis Höepfner, var pakkhús Höepfnersverslunar og fyrsta steinsteypubyggingin í Innbænum er eitthvað hvað að, byggt 1913.Hoepfner og Tuliniusar bryggjur

Lífið í kaupstaðnum snerist um skipakomur og verslun og miðbærinn var þar sem skipin komu að. Þess vegna hætti hjarta bæjarins að slá á gömlu Akureyrinni þegar Torfunefsbryggja reis um 1907. Með hinni nýju bryggju færðist þungamiðja kaupstaðarins til norðurs þar sem núverandi miðbær myndaðist. Fyrir vikið fengu gömlu húsin að standa óáreitt og eru mörg friðuð. 

Mynd af skiltinu

 

 


 

SaltfiskþurrkunThe Old Town

Here Akureyri's story begins. It was first mentioned in 1602, when a trading monopoly was established. However, the first dwelling house was not built until 1778, when Danish merchants were first allowed winter residence. On 29 August 1862 Akureyri received the status of a township, with 294 inhabitants living in three communities; Fjara, by the shore, Búðargil, and the Akureyri gravel bank, where you are standing now. The bank is no longer visible, but its boundaries are marked by the streets Hafnarstræti and Aðalstræti. Across the street are two impressive buildings, Tuliniusarhús, built in 1902 and Höepfnershús, built in 1911. These two houses underline the fact that here lay the town centre of Akureyri, until just after 1900. Ships lay at anchor here, bringing Akureyri og pollurinnforeign imports, and exporting Icelandic agricultural produce. Just after 1850, shark liver oil was added to exports from Eyjafjörður, and 1879 saw the first of what became known as the “Herring Adventure”. For a long time, Akureyri was first and foremost a trading port. Life in the town revolved around the arrivals of ships, and the nucleus of activities was where the vessels anchored. When Torfunefsbryggja pier was built around 1907 the town centre moved to its present location. As a result, the houses in the old original centre have remained, and many are now protected.

Picture of the sign