Til baka

Ljósin í bænum

Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar varða valin hús lýst á litríkan, listrænan og skemmtilegan hátt. Vídeólistaverk Heimis Hlöðverssonar, sem var unnið sérstaklega fyrir Menningarhúsið Hof í tilefni 10+1 árs afmælis þess, verður frumsýnt og einnig verður vídeólistaverkum varpað á Listasafnið á Akureyri. Önnur hús sem verða upplýst með ýmsu móti eru Akureyrarkirkja, Glerárkirkja og aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva, auk þess sem ljósadýrð verður í Lystigarðinum og víðar um bæinn.

Menningarhúsið Hof
Catalysis #2
Heimir Hlöðversson
2021

Vídeóverkið Catalysis #2 er unnið í tilefni þess að í fyrra voru 10 ár liðin frá opnun Hofs. Verkið á að endurspegla sköpunarkraftinn í Hofi og er einhverskonar óður til sköpunarinnar. Verkið er m.a. unnið úr nærmyndum af efnafræði tilraunum sem eru kvikmyndaðar með macro linsum. Þegar maður skoðar samruna mismunandi efna í mikilli nærmynd opnast fallegur abstrakt heimur. Heimur sem birtist manni eins og eitthvað úr geimnum eða eitthvað inn í lifandi veru. Dansandi norðurljós, framandi stjörnur, atóm, blóðkorn og svarthol. Tónlistin við verkið er eftir tónlistamanninn Gabríel Ólafs endurhljóðblandað af tónlistarmanninum Kippa Kaninus. Lagið heitir Filma og er af plötunni Absent Minded Rework. Heimir er sjálfstæður kvikmyndagerðarmaður og vídeólistamaður frá Akureyri sem hefur unnið við listsköpun, sýningar- og kvikmyndagerð sl. 15 ár.

Akureyrarkirkja
Ljósalistaverk
Bernharð Már Sveinsson
2021

Síðast liðin ár hefur Bernharð hannað lýsingu á kirkjuna við góðan orðstír og má með sanni segja að eitt af helstu kennileitum Akureyrar hafi verið klætt í sparifötin í tengslum við afmæli Akureyrarbæjar. Í ár er unnið á sama grunni og fyrri ár en þó með nýjum eiginleika. Notast er við leisara til viðbótar við ljós sem nýtast til að teikna útlínur og draga fram smáatriði í hönnun kirkjunar. Óhætt er að segja að þetta hafi sjaldan eða aldrei verið gert á kirkjubyggingu á Íslandi. Sjón er sögu ríkari !
Útfærsla og forritun: Exton ehf.

Glerárkirkja
Ljósalistaverk
Hinrik Svansson
2021

Glerárkirkja er lýst upp með fallegum litum og munu skapalón sjá til þess að skapa hreyfingu og spennandi mynstur á henni.
Útfærsla: HS kerfi

Listasafnið á Akureyri
Föstudagskvöld

Staðreynd 6 – Samlag
Arna Valsdóttir
2014

„Ég var sumarstarfsmaður í ostagerð Mjólkursamlags KEA, sem nú hýsir Listasafnið á Akureyri. Í hvert sinn sem ég geng um Listasafnið finnst mér ég finna örlitla mysulykt í loftinu og þekki hljóðið í flísunum. Ég myndaði ferðalag mitt frá einum stað til annars og dró gamla tímann á eftir mér inn í þann nýja.

Portret, sígaretta, plötuspilari og Frísör
Sigga Björg Sigurðardóttir
2018

Í aðalhlutverkum eru hreyfanlegir skúlptúrar sem gerðir eru að mestu leiti úr klósetpappír, vír og notuðum pelsum. Skúlptúrarnir fá allir hvítt leiksvið í byrjun en atburðarrásin er svo dregin áfram með svörtu bleki. Það má því segja að skúlptúrarnir teikni sig áfram í ólíkar aðstæðu. Í síðustu myndinni fáum við síðan að kynnast Frísör sem á í samskiptum við hárkollu. Myndirnar eru teknar upp ramma fyrir ramma, stop motion, og atburðarrásin varð til jafn óðum og myndirnar voru tekin upp.

Listasafnið á Akureyri
Laugardagskvöld

Fjölröddun
Björg Eiríksdóttir
2019

Lög skynjana vefjast hver um aðra og mynda mynstur í líkamanum.

La Mer / The Sea / Hafið
Ange Leccia
1991/2018

La Mer / The Sea / er þekktasta verk franska myndlistarmannsins Ange Leccia, en hann umbreytir því sífellt og aðlagar sýningaraðstæðum hverju sinni. Verkið vísar í austræna heimspeki þar sem tilvist mannsins er líkt við logandi bál sem fuðrar upp á örskotsstundu.

Listasafnið á Akureyri
Sunnudagskvöld

Það sem ég vildi að yrði, og það sem varð
Árni Jónsson
2015

Það sem ég vildi að yrði, og það sem varð er innblásið af nokkurra mánaða dvöl Árna á Borgarfirði eystra 2015. Verkið tekst á við liðinn tíma, drauma og veruleika, er er ekki línuleg frásögn heldur sviðsetning á tilfinningum og þrám listamannsin frá því tímabili.

Dótakall
Egill Jónasson
2021

Það er drasl. Það er dót. Það er leikfang. Tíminn verður að engu og allar búðir loka. Ungabarn, grátt fyrir járnum, riðar til falls. Lífsþegar og skúrkar haldast í hendur á meðan aldan sópar því litla sem eftir var á brott.

Aðstöðuhús siglingaklúbbsins Nökkva
Ljósalistaverk
Bernharð Már Sveinsson
2021

Hugmyndin er að draga fram glæsilega hönnun á bygginguni og á sama tíma er unnið með að lýsa upp dökkar hliðar utanhúss þar sem endurkast er lítið. Ýmsum smáatriðum í hönnun byggingarinnar er gert hátt undir höfði og dregið fram með notkun ljósa. Við hönnun á verkinu var einnig sérstaklega hugað að því að gera lagskipta litalýsingu sem gefur húsinu meiri dýpt. Fjöldi ljósa er nokkur en alls eru á sjöunda tug ljósa , með mismunandi eiginleikum, notuð til verksins.
Úfærsla og forritun: Exton ehf.

Lystigarður Akureyrar
Ljósaskreytingar
Starfsfólk lystigarðsins
2021

Rómantísk lýsing mun jafnframt skína úr Lystigarðinum sem opin verður frameftir kvöldi í tilefni afmælisins.

Ljósalistaverk - Innsetning
Bernharð Már Sveinsson
2021

Hugmyndin er að glæða lautina við stóru öspina lífi. Búin verður til ljósgola í þykkum tjánum umhverfis lautina og er rúsínan í pylsuendanum öspin sjálf sem fyllst óvæntu lífi. Uppskrift af notalegri stund á einum fallegasta stað Akureyrar. 
Útfærsla og forritun: Exton ehf.

Upplýst svæði um bæinn
Starfsfólk umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar
2021

Í tilefni afmælisins verða vel valin svæði um bæin upplýst með fallegum ljósum.