Til baka

Skógarböðin

Mikill metnaður hefur verið lagður í alla hönnun baðanna og að gestir þeirra muni upplifa útsýnið, kyrrðina og orku skógarins sem umlykur böðin.

Staðsetning baðanna er einstök. Þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar.  Þar gefur að líta allt það sem Eyjafjörður hefur upp á að bjóða og útsýnið út böðunum er stórbrotið.

Kyrrðin og náttúran
Eins og nafnið gefur til kynna standa böðin í skógi sem er sérstaða Skógarbaðanna. Skóginum fylgir mikil veðursæld og ró þar sem gestir geta tengst náttrúrunni og notið kyrrðarinnar. Skógurinn sem umlykur böðin leikur því veigamikið hlutverk sem og vatnið sem rennur úr Vaðlaheiðinni og fær nú nýjan og göfugri tilgang.

Á staðnum er einnig að finna Bistró þar sem gestir geta notið veitinga, setið við arineld og horft yfir Akureyri og út fjörðinn í einstöku umhverfi.  

Sjá einnig grein í Travel and Leisure sem er vefur og tímarit sem fjallar um ferðalög og áfangastaði.

Nánari upplýsingar

Leiðarlýsing:
Google maps

Staðsetning:
65.670249, -18.043112 (65° 40.215'N, 18° 2.587'W)

Vegur: 1, beygt af við Vaðlareit

Vegalengd frá miðbænum:
3.5 km

Verð
www.forestlagoon.is

Sími:
(354) 585 0090

Netfang:
info@skogarbad.is