Til baka

Norðurljósin

Margar þjóðsögur hafa spunnist af Einari Benediktssyni athafnaskáldi og sérstaklega um viðskipti hans við erlenda fjármálamenn og sú frægasta er vafalaust þegar hann á að hafa reynt að selja þeim sjálf norðurljósin. Þessi saga var í áratugi sögð í gamansömum tón en undanfarin misseri hafa skipulagðar ferðir til þess að sjá norðurljósin slegið í gegn og eru raunar ört vaxandi broddur í ferðaþjónustu á Íslandi.

Frá september og út apríl þegar myrkur er nægilegt er mögulegt að upplifa norðurljós. Skilyrði til að sjá norðurljós eru yfirleitt góð í Eyjafirði þökk sé háum fjöllum sem mynda oft gat í skýjahuluna. Nokkrir aðilar á Akureyri bjóða upp á norðurljósaferðir sem hefjast yfirleitt síðla kvölds og lýkur eftir miðnætti:

Nonni Travel - A Night with Northern Lights
The Travel Viking - Northern Lights
Iceland Photo Travel - Northern Lights Tours
Icelandic Adventures - Private Northern Lights Tour
Inspiration-Iceland - Akureyri Northern Lights Cruise

Um norðurljósin segir á Vísindavef Háskóla Íslands: “Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið. Þegar eindirnar rekast á lofthjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örvast sameindir og frumeindir í hjúpnum og þær senda frá sér sýnilegt ljós sem við köllum norður- eða suðurljós.”

Norðurljósaspá Veðurstofu Íslands má sjá HÉR